Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 114
GRIPLA112
Í næstu vísu, sem er „trollsháttr“ og hefur átta bragstöður, eru hluthend-
ingar (þ.e. hendingar í miðri línu) í öllum vísuorðum og „fylgja þrjár sam-
stöfur hverri hendingu“, þ.e. veikt atkvæði og tvíliður standa á milli frum-
hendingar og viðurhendingar. Þetta ber væntanlega að skilja svo að viðbótar-
atkvæðin miðað við dróttkvætt séu þau tvö sem standa næst á undan viður-
hendingunni:
Stála kennd<i> steykkvilundum
styrjar valdi rauðu falda (63. vísa, l. 1–2)
En 64. vísa, sem er sú síðasta af hrynhendunum, er dæmigerð fyrir þann hátt,
eins og hann er t.d. hjá Arnóri jarlaskáldi. Kemur það meðal annars fram í því
að í jöfnu vísuorðunum er gjarna viðsnúningur og frumhending í annarri
stöðu:
Vafði lítt er virðum mætti
Vígrœkjandi fram at sœkja (64. vísa, l. 1–2)
Næsta vísa (65), sem kölluð er draughent, hefur áhugaverða hrynjandi, en
samkvæmt lausamáli eru tíðast sjö samstöfur í hverju vísuorði:
Vápna hríð velta náði
vægðarlaus feigum hausi (65. vísa, l. 1–2)
Svo er að skilja sem aukasamstafan sé sú sem er númer tvö. Sagt er að „ef hér
er ór tekin ein samstƒfun fyrsta eða þriðja vísuorði sú er stendr næst hinni
fyrstu, þá falla hljóðin ƒll sem í dróttkvæðum hætti.“ En þetta virðist einnig
eiga við hin jöfnu, því svo segir: „Svá má ok af taka í ƒðru ok hinu fjórða vísu-
orði ina sƒmu samstƒfun ok er þá þat dróttkvætt; ok verðr sumt eigi mjúkt“.
Tvær síðustu vísurnar í þessu kvæði eru annars vegar munnvörp, þar sem
háttlausa er í ójöfnu vísuorðunum, en skothending í þeim jöfnu, og hins vegar
sjálfur hátturinn háttlausa, þar sem ekkert rím er, en stuðlasetning (stafaskipti)
sem í dróttkvæðum hætti:
Ortak ld at minnum
þá er alframast vissak
of siklinga snjalla
með sex tøgum hátta (67. vísa, l. 1–4)
Hér ber þó að athuga að forliður kemur á undan höfuðstafnum eins og í
Ragnars hætti, eitt eða tvö atkvæði.