Gripla - 20.12.2006, Page 118
GRIPLA116
Síðasti hátturinn í þessum bálki er kallaður hinn „nýi háttr“. Þar ríma saman í
hverri línu tvö tvíkvæð orð „tvær aðalhendingar ok lúkask í einn staf báðar“
(þ.e. hafa sömu endingu og mynda kvenrím). Hrynjandin er föst og tekið er
fram að ekki séu nein „afkleyfisorð“, þ.e. smáorð sem draga má saman í
bragarmálum.
Næsti háttur (nr. 74) nefnist stúfhent. Línur eru ferkvæðar og stafasetning
og hendingar sem í dróttkvæðum, nema hvað allar hendingar eru náhendar:
Hafrƒst hristir
hlunnvigg tiggja,
borðgrund bendir
brimdýrs stýri (74. vísa, l. 1–4)
Næsti háttur, sem kallast náhent, fylgir svipuðum reglum, þ.e. með náhendum
hendingum í jöfnu vísuorðunum, en ójöfnu vísuorðin hafa (eða mega hafa)
fimm atkvæði:
Hrinda lætr hniggrund
hafbekks snekkjur,
þá er falla, fleinþollr
frár, mál, stálum (75. vísa l. 1–4)
Hér ber að athuga að ójöfnu línurnar eru eins og stýfðar, þ.e. enda á viður-
hendingunni. Um hendingarnar í jöfnu vísuorðunum segir að þar standi báðar
saman og sé hin fyrri stýfð.
Næsti háttur er hnugghent. Hér er bætt við stýfðum braglið í lok ójöfnu
línanna, og ekki eru hendingar í þeim línum:
Hrannir strýkva hlaðinn bekk,
haflauðr skeflir,20
kasta náir kjalar stíg
kalt hlýr sƒltum (76. vísa l. 1-4)
En athuga ber að á undan þessum viðbótaratkvæðum koma í öllum línum létt
tvíkvæð orð. Í lausamáli segir um annað og fjórða vísuorð, að þau hafi fjórar
samstöfur og „rétt at stƒfum ok skothending ok oddhent ok stýfð in fyrri hend-
20 Þetta dæmi sýnir að í orðmyndinni skeflir hefur verið önghljóð, en ekki lokhljóð eins og í
nútímamáli.