Gripla - 20.12.2006, Síða 121
UM HÁTTATAL SNORRA STURLUSONAR 119
klofin ris, verða tveir sterkir liðir í röð, sem minnir á hneppingu. Hins vegar er
annars konar hrynjandi í næstu vísu, sem kölluð er hin minni runhenda:
Fluttak frœði
*of frama grœði
tunga tœði
með tƒlu rœði (81. vísa, l. 1–4)
Hér hafa rímorðin þung fyrri atkvæði, og á undan þeim atkvæðum kemur veik
staða. Hér má geta þess að þessi tvö hrynrænu afbrigði skiptast á í Höfuðlausn
Egils Skallagrímssonar (sbr. Kristján Árnason 1994). Og kynni einhver að
túlka þessi líkindi milli Höfuðlausnar og þessara vísna sem stuðning við þá
hugmynd að það sé ungt kvæði og e.t.v. ort af Snorra sjálfum, ef hann var
höfundur Egils sögu.
Í þeim runhendu vísum sem fylgja (til og með 94. vísu) eru sýndir marg-
víslegir hættir, breytilegir að atkvæðafjölda og hrynjandi, og er ekki rúm hér
til að rekja það allt saman. Þessir hættir eru býsna fjölbreytilegir að hrynjandi,
sumir stýfðir eða hnepptir og aðrir óstýfðir.
11. Lokaorð og helstu ályktanir
Síðasti bálkur Háttatals sýnir dæmi um edduhætti eða hætti leidda af þeim:
málahátt, fornyrðislag, Bálkar lag, Starkaðar lag, ljóðahátt og galdralag.
Litlar skýringar eru gefnar á eðli háttanna í lausamáli, og nöfn þeirra koma
ekki öll fram í megintexta handrita, heldur á spássíum. Og raunar er sá texti
sem fylgir (milli 97. og 98. vísu) heldur óljós og líklega brenglaður (sbr. Edda,
Háttatal:73). Ljóst er af þessu, eins og áður segir, að megináherslan í brag-
fræðiþætti Háttatals var á hina dýru skáldahætti, þótt edduhættirnir fylgi með
í lokin. Þessi nálgun að norrænum bragformum er ólík þeirri sem Sievers og
margir seinni tíma menn hafa notað þegar þeir greina dróttkvæði á forsendum
edduhátta, en hún gefur hins vegar færi á að skoða innviði skáldaháttanna á
eigin forsendum, enda byggja þeir í mörgu á öðrum lögmálum en edduhættir.
Þótt hendingar og atkvæðatalning setji svip á skáldahættina eru stuðlarnir
þó að mati höfundar Háttatals innviðir skáldskaparformsins. Sem bragmeðal
er stuðlasetningin germanskur arfur (þótt stuðlar þekkist víðar í kveðskap og
Germanir hafi ekki verið einir um að nota þá, sbr. t.d. Fabb 1999), og gera má
ráð fyrir að einhver þekking og lærdómur um þá og hlutverk þeirra hafi lifað