Gripla - 20.12.2006, Page 155
ÞORLEIFUR HAUKSSON
GRÝLA KARLS ÁBÓTA
1
SVERRIS saga er á margan hátt einstök í fornbókmenntum okkar. Hún er elsta
konungasagan sem varðveitt er og hefur notið mikillar virðingar og álits sem
heimildarit og listaverk þegar á 13. öld.1 Sverris saga ber ýmis merki þess að
hafa verið rituð eftir munnlegum frásögnum skömmu eftir að atburðir gerðust.
Í Skáldatali eru nafngreind þrettán skáld sem ortu um Sverri konung, en í sög-
unni er ekki vitnað í þann kveðskap nema hugsanlega eina vísu. Frásögn er
nákvæm og greint frá ýmsum smáatvikum sem koma ekki beinlínis söguþræð-
inum við, auk þess sem fjöldi persóna kemur við sögu, eða um fjögur hundr-
uð. Persónum snjóar inn í söguna án kynningar, og langflestar hverfa síðan
aftur sporlaust, fyrir utan þá sem falla í bardaga. Söguhetjan er ólík aðalpers-
ónum flestra konungasagna, enda er hrakningum hans á einum stað líkt við
það þegar konungabörn urðu fyrir stjúpmæðra sköpum. Sverrir elst upp í
Færeyjum, er þar vígður prestur og er 24 ára gamall þegar hann kemst að því
að hann sé launsonur Sigurðar munns Haraldssonar Noregskonungs. Hann er
allslaus og öllum ókunnur, en ferðast til Noregs árið eftir, 1176, til að freista
gæfunnar, og átta árum síðar hefur hann náð því takmarki sínu að verða kon-
ungur yfir öllum Noregi. Sagan felur í sér einhverja skýrustu og blæbrigða-
ríkustu persónulýsingu í gervöllum konungasögum. Þetta verður því merki-
legra fyrir þá sök að sá sem ritaði söguna er nafngreindur í formála og fram
kemur að hann hefur haft persónuleg kynni af konunginum sjálfum, sem sagði
honum fyrir upphaf sögu sinnar. Formálinn hefst þannig í elstu handritum:
Hér hefr upp ok segir frá þeim tíðendum er nú hafa verit um hríð ok í
þeira manna minnum er fyrir þessi bók hafa sagt. En þat er at segja frá
Sverri konungi, syni Sigurðar konungs Haraldssonar, ok er þat upphaf
1 Sjá t.a.m. Bjarna Einarsson 1985:cxxi.
Gripla XVII (2006):153–166.