Gripla - 20.12.2006, Page 156
GRIPLA154
bókarinnar er ritat er eftir þeiri bók er fyrst ritaði Karl ábóti Jónsson, en
yfir sat sjálfr Sverrir konungr ok réð fyrir hvat rita skyldi; er sú frásƒgn
eigi langt fram komin. Þar er sagt frá nƒkkurum hans orrostum. Ok svá
sem á líðr bókina vex hans styrkr, ok segir sá inn sami styrkr fyrir ina
meiri hluti. Kƒlluðu þeir þann hlut bókar fyrir því Grýlu. Inn síðarri
hlutr bókar er ritaðr eftir þeira manna frásƒgn er minni hƒfðu til svá at
þeir sjálfir hƒfðu sét ok heyrt þessi tíðendi, ok þeir menn sumir hƒfðu
verit í orrostum með Sverri konungi. Sum þessi tíðendi váru svá í
minni fest at menn rituðu þegar eftir er nýorðin váru, ok hafa þau ekki
breytzk síðan. (Sverris saga 2007:3)
Allt frá því að sagan var gefin út í fyrsta sinn hafa verið dregnar mjög mis-
munandi niðurstöður af þessum orðum varðandi umfang „Grýlu“. Sá ágrein-
ingur hefur verið kallaður einhver ‘óútkljáðasta’ deila innan konungasagna-
rannsókna (Andersson 1985:215). Samt hafa fræðimenn verið sammála um
ákveðnar meginforsendur: Fyrri hlutinn hafi verið ritaður eftir bók sem kölluð
var Grýla og hafði að geyma frásögn Sverris konungs sjálfs í eyra Karli Jóns-
syni ábóta. Þessi Grýla hafi verið allstutt (eigi langt fram komin) og sagt að-
eins frá fáum orrustum Sverris, en síðari hlutinn hafi verið ritaður eftir frásögn
sjónarvotta. Af sögunni má ráða að þeir sjónarvottar hljóta að hafa verið bæði
úr hópi manna Sverris og andstæðinga hans. Yngri gerð formálans í Flateyjar-
bók gefur þessum síðari hluta einnig nafn og kallar hann Perfectam fortitu-
dinem, þ.e. ‘fullkominn styrk’.
Deilan hefur snúist um mörkin milli þessara tveggja hluta. Með mismun-
andi rökum hefur Grýla verið talin afmarkast við 17, 31, 39, 40, 43, 100 eða
109 kafla sögunnar.2
Eitt hið helsta sem haft hefur verið til marks er sjónarmið frásagnarinnar. Í
upphafi er sagan öll sögð af sjónarhól Sverris. Þetta á við lýsingu á uppvexti
hans og fyrsta ári hans í Noregi, sem aðrir eru naumast til frásagnar um. Upp
frá því fer iðulega tvennum sögum fram þar sem höfundur gefur sýn inn í
herbúðir andstæðinganna, enda þótt jafnan megi greina samúð með Sverri og
mönnum hans. Fræðimenn hafa gert þessu atriði mishátt undir höfði í Grýlu-
kenningum sínum. Þá hafa menn reynt að að taka mið af því hvaða atburðalýs-
ingar væru þess eðlis að Sverrir hefði naumast viljað flíka þeim meðan hann
sjálfur „réð fyrir hvat rita skyldi“. Þriðja atriðið varðar síðan það hvar skil
2 Sjá yfirlit: Lárus Blöndal 1951:173–75; Ludvig Holm-Olsen 1953:30–35.