Gripla - 20.12.2006, Page 156

Gripla - 20.12.2006, Page 156
GRIPLA154 bókarinnar er ritat er eftir þeiri bók er fyrst ritaði Karl ábóti Jónsson, en yfir sat sjálfr Sverrir konungr ok réð fyrir hvat rita skyldi; er sú frásƒgn eigi langt fram komin. Þar er sagt frá nƒkkurum hans orrostum. Ok svá sem á líðr bókina vex hans styrkr, ok segir sá inn sami styrkr fyrir ina meiri hluti. Kƒlluðu þeir þann hlut bókar fyrir því Grýlu. Inn síðarri hlutr bókar er ritaðr eftir þeira manna frásƒgn er minni hƒfðu til svá at þeir sjálfir hƒfðu sét ok heyrt þessi tíðendi, ok þeir menn sumir hƒfðu verit í orrostum með Sverri konungi. Sum þessi tíðendi váru svá í minni fest at menn rituðu þegar eftir er nýorðin váru, ok hafa þau ekki breytzk síðan. (Sverris saga 2007:3) Allt frá því að sagan var gefin út í fyrsta sinn hafa verið dregnar mjög mis- munandi niðurstöður af þessum orðum varðandi umfang „Grýlu“. Sá ágrein- ingur hefur verið kallaður einhver ‘óútkljáðasta’ deila innan konungasagna- rannsókna (Andersson 1985:215). Samt hafa fræðimenn verið sammála um ákveðnar meginforsendur: Fyrri hlutinn hafi verið ritaður eftir bók sem kölluð var Grýla og hafði að geyma frásögn Sverris konungs sjálfs í eyra Karli Jóns- syni ábóta. Þessi Grýla hafi verið allstutt (eigi langt fram komin) og sagt að- eins frá fáum orrustum Sverris, en síðari hlutinn hafi verið ritaður eftir frásögn sjónarvotta. Af sögunni má ráða að þeir sjónarvottar hljóta að hafa verið bæði úr hópi manna Sverris og andstæðinga hans. Yngri gerð formálans í Flateyjar- bók gefur þessum síðari hluta einnig nafn og kallar hann Perfectam fortitu- dinem, þ.e. ‘fullkominn styrk’. Deilan hefur snúist um mörkin milli þessara tveggja hluta. Með mismun- andi rökum hefur Grýla verið talin afmarkast við 17, 31, 39, 40, 43, 100 eða 109 kafla sögunnar.2 Eitt hið helsta sem haft hefur verið til marks er sjónarmið frásagnarinnar. Í upphafi er sagan öll sögð af sjónarhól Sverris. Þetta á við lýsingu á uppvexti hans og fyrsta ári hans í Noregi, sem aðrir eru naumast til frásagnar um. Upp frá því fer iðulega tvennum sögum fram þar sem höfundur gefur sýn inn í herbúðir andstæðinganna, enda þótt jafnan megi greina samúð með Sverri og mönnum hans. Fræðimenn hafa gert þessu atriði mishátt undir höfði í Grýlu- kenningum sínum. Þá hafa menn reynt að að taka mið af því hvaða atburðalýs- ingar væru þess eðlis að Sverrir hefði naumast viljað flíka þeim meðan hann sjálfur „réð fyrir hvat rita skyldi“. Þriðja atriðið varðar síðan það hvar skil 2 Sjá yfirlit: Lárus Blöndal 1951:173–75; Ludvig Holm-Olsen 1953:30–35.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Gripla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.