Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 162
GRIPLA160
5
Mikilvæg efnisskil verða hins vegar bæði í kringum 39. kafla og eftir hinn
100., og á báðum stöðum flytur Sverrir merkilegar ræður. Fyrri ræðan er flutt
yfir grefti Erlings jarls skakka sumarið 1179. Þar hæðist Sverrir að því fyrir-
heiti erkibiskups að allir menn sem féllu í bardaga við hlið Magnúsar konungs
væru “fyrr í Paradísu en blóðit væri kalt á jƒrðunni”, og bætir við:
Nú megum vér allir fagna hér svá margra manna heilagleik sem hér
munu helgir hafa orðit ef þetta er svá sem erkibyskup hefir sagt, at allir
sé þeir orðnir helgir menn er fallit hafa með Erlingi jarli. Þá megum
vér ok ætla hversu heilagr sjálfr Erlingr mun orðinn er í fyrstu réð því
er Magnús var til konungs tekinn þá er hann var barn. (38.kap., Sverris
saga 2007:61–62)
Ræður Sverris hafa þótt svo lifandi og í svo góðu samræmi við persónuleika
hans eins og hann birtist í sögunni að margir hafa talið að þær væru skráðar
nokkurn veginn eins og hann flutti þær. Þannig taldi Fredrik Paasche engan
vafa á því að ræðurnar væru rétt eftir hafðar, þær væru ekki bókmenntalegur
tilbúningur heldur ósvikin afsprengi þess andartaks sem skóp þær, og margir
aðrir fræðimenn hafa tekið í í sama streng.4 Síðasta stóra ræða Sverris er bind-
indisræðan í 104. kafla, þannig að samkvæmt þessu ættu raunverulegar ræður
Sverris að teygja sig langt út fyrir þann hluta sem beinlínis var skrifaður að
fyrirsögn hans. Hér er reyndar þess að gæta að Karl Jónsson var lærður maður
og margt í sögunni ber vitni um mælskufræðikunnáttu hans. Ef orð formálans
eru tekin trúanleg má gera ráð fyrir að Karl hafi kynnst konunginum allvel og
því kunnað að leggja honum orð í munn við viðeigandi tækifæri. Ræður eru
snar þáttur í persónusköpun sögunnar, og jafnframt eiga þær sinn þátt í fram-
vindu hennar, því að sums staðar fela þær í sér forspá þess sem fram kemur
síðar (Knirk 1981:107 o. áfr.).
Eins og fyrr var getið hafa margir talið að Grýlu Karls lyki við fall Erlings
jarls, þ.e. við 39., 40. eða 43. kafla. Frásögnin er þar „eigi langt fram komin“,
aðeins fram á sumarið 1179, og þar segir frá „nƒkkurum“ meiri háttar orrust-
um Sverris. Hins vegar er frásögnin þarna farin að víxlast býsna mikið milli
Sverris og Birkibeina annars vegar og andstæðinga þeirra hins vegar.
4 „[I]kke litterært opfunde, men historisk erindrede, – egte barn av de øieblikke, som skapte
dem“ Paasche 1915:199; sbr. Hollander1928:266–269; Schlauch 1969:298; Lárus H. Blöndal
1982:120.