Gripla - 20.12.2006, Page 165
GRÝLA KARLS ÁBÓTA 163
til Sverris sem heimildarmanns, 2) hvernig handleiðsla Guðs með Sverri er
nefnd í 24 fyrstu köflunum en ekki síðar í sögunni, 3) hvernig sagan greinir frá
hugsunum, tilfinningum og vilja Sverris og 4) hvernig inngangsorð kafla eru
mismunandi innan sögunnar.
Áður hefur verið rætt um hugsanalýsingar Sverris, sem eru bundnar við 11
fyrstu kafla sögunnar, eða 22 eftir því hvernig slíkt er skilgreint. Inngangsorð
á borð við „Nú er at segja frá“ koma fyrir þar sem frásögnin færist milli hinna
andstæðu fylkinga. Þetta stílbragð (aphodos), notað þar sem tvennum sögum
fer fram, er sennilega sótt til latneskra sagnarita og verður síðar allalgengt í Ís-
lendingasögum (Clover 1982:102–108; Þorleifur Hauksson 1994:852). Fyrsta
dæmi þess í Sverris sögu er í 35. kapítula. En eins og áður segir kemur það
þegar fyrir í 28. kafla að sjónarmið færist á milli manna Sverris annars vegar
og andstæðinga hans hins vegar.
Á fimm stöðum vísar sagan beint til frásagnar Sverris í tengslum við það
sem fyrir hann ber: í 5., 33., 40., 43. og 49. kapítula. Hér hafa fræðimenn deilt
um tíðir sagnorðanna sem notaðar eru (Koht 1914:89, Finnur Jónsson 1920:
119, Holm-Olsen 1953:58–61). Í fyrstu tveimur dæmunum er notuð núliðin
tíð: (Með þeim hætti hefir Sverrir sagðan þenna draum, Svá hefir sjálfr Sverr-
ir konungr sagt), en í þeim síðari þátíð: váttaði, kallaði, sagði, ásamt atviks-
orðinu jafnan. Niðurstaða Holm-Olsen er sú að þrír síðastnefndu kaflarnir, sá
40., 43. og 49., séu skráðir af manni sem hafi staðið fjær atburðum en Karl
gerði þegar hann ritaði Grýlu í viðurvist Sverris (Holm-Olsen 1953:61). Þetta
eru að sjálfsögðu veik rök, auk þess sem þeirri spurningu er þá ósvarað hvern-
ig eigi að skýra þessi síðari dæmi þar sem Sverrir er tilgreindur sem heim-
ildarmaður.
Enn umdeilanlegri eru ályktanir sem fræðimenn hafa dregið af því hvernig
nafn Guðs er notað í frásögninni í upphafsköflum sögunnar (Koht 1914:89 o.
áfr., Indrebø 1920:lxxiv, Holm-Olsen 1953:61–65). Hér er um að ræða alls átta
dæmi í 12. til 24. kapítula, þar sem minnst er á miskunn Guðs gagnvart Sverri,
að Guð hafi gefið honum sigur og fleira í þeim dúr. Í þessu sambandi er vísað
til þess hve Sverri er sjálfum tamt að tala um handleiðslu Guðs þar sem sagan
vitnar til orða hans í beinni ræðu, og fyrrgreind dæmi eiga þá að vera sönnun
þess að þarna hafi Karl Jónsson skrifað eftir frásögn Sverris (Holm-Olsen
1953:64). Hér er rétt að minnast þess að efnislega hafa þessir upphafskaflar
ákveðna sérstöðu. Sverrir á þar í vök að verjast, lendir í óskaplegum hrakning-
um og berst fáliðaður gegn ofurefli liðs. Frásögnin snýst um það hvernig hann
sannar burð sinn og rétt til valda, með draumum og guðlegri handleiðslu.