Gripla - 20.12.2006, Side 171

Gripla - 20.12.2006, Side 171
ÞÝÐINGAR ÚR FORNENSKU 169 veldlega, heldur festast í minni.6 Í kvæðum þessum er svo mikill karlmann- legur styrkur og slík óbifanleg festa, að við getum vart annað en fallist á stað- hæfingu Eyvindar skáldaspillis, sem lýkur Háleygjatali, kvæði sínu um Hákon jarl, með þeim orðum, að hann hafi nú víggirt frægð (eða orðstír) jarlsins með klettavegg [múrvegg].7 Og þetta átti ekki síður við um Englendinga en Norð- menn.8 Sú ‘stæling’ sem hér er átt við, finnst í jafn ríkum mæli í Bjólfskviðu 6 Hinn 25. janúar 1848 ritar Gísli í dagbók sína: „Eg get ei kveðið undir fornyrðalagi, og álít eg það líka hinn mesta vanda, því það þarf svoddan ógnarlegt hugsanaafl til þess, að sá háttur verði ei að sundurlausri ræðu og missi skáldskapartign sína. Og þegar eg nú ber það, sem nú er ort með þeim hætti á ísl(enzku), við hið eldra, þá blöskrar mér munurinn, jafnvel ei Jónas hefur getað fullnægt honum nema í útl(eggingum), því hann vantar hugsunarfyllinguna. Bjarni er sá einasti af enum nýjari, sem hefur kunnað að brúka hann og þó varla nema í Odds- kvæðinu og Jónskvæðinu og nokkrum öðrum. Hann er ei að draga út sömu hugsan í mörg vísuorð, sem ætíð er lúalegt, en hugsanirnar brjótast svo inná hann, að hann á bágt með að koma þeim fyrir, en það er einmitt slíka hugarfyllingu, sem þarf til þessa háttar. Jón Þor- l(áks)son og Gröndahl hafa líka kunnað að fara með þenna hátt. Þeir hafa kunnað svo vel málið, og þó þeir oft hafi dönskuslettur, þá er þó svoddan innri orðgnótt og eilíf uppspretta hjá þeim, sem er langtum betri en hinn visni ‘púrismus’, sem nú drepur fyrir svo mörgum hinn sanna, lifandi anda málsins, og skömm er að gjöra lítið úr þeim og kalla þá andalausa í skáldskap. Þeir eru Pópar Íslands og allir nýjari ættu að taka þá sér til fyrirmyndar. Eg fyrir mitt leyti vildi, að eg hefði hugsað svona fyrr, því vera má, að eg þá væri betur inní anda málsins en eg nú er.“ (Gísli Brynjúlfsson 1952:81-82)] 7 Háleygjatali lýkur á þessum orðum: Jólna sumbl enn vér gátum, stillis lof, sem steinabrú. „Skáldskaparmjöðinn fengum vér enn, lof[kvæði] um konung (jarl), líkast steinabrú.“ Skjald. B I:62 (A I:71). Eyvindur líkir lofkvæðinu við ‘steinabrú’, sem mun vera steinhleðsla eða steinlagt stræti. Brústeinar eru stétt, sbr. Eyrbyggja sögu (1935:66) SPÍ. 8 Oft er sagt að hin flókna orðaröð, sem virðist vera í mörgum kvæðum, bæði undir fornyrðis- lagi og dróttkvæðum hætti, sé seinni tíma afbökun, íburður og tilgerð, en þetta er algjör mis- skilningur. Í fyrsta lagi er orðaröðin ekki nærri því eins ruglingsleg og ritskýrendur vilja oft vera láta. Við getum verið viss um, að ef við á stöku stað rekumst á mjög óeðlilega orðaskip- un, þá er einhver maðkur í mysunni. Í öðru lagi stafa þessi séreinkenni kvæðanna af sjálfu eðli tungumálsins og eru því alveg jafn bein tjáning á tilfinningum fornskáldanna, eins og hin einfalda orðaröð er nútímaskáldum. Með hinu fullkomna beygingakerfi fornmálsins var hægt að gjörbreyta orðaröð án þess að kvæðin yrðu á nokkurn hátt óskýr eða óskiljanleg, þó að slíkt sé ekki hægt í hinum vængstýfðu tungumálum okkar tíma. Það var íþrótt fornskáldanna að fleyga setningar þannig hverja inn í aðra, að þær yrðu í heild eins og þjappaður massi, sem í því formi hafði hin tilætluðu áhrif, en hlaut að sjálfsögðu að missa mikið af styrk sínum væru þær leystar sundur. Þannig er t.d. málum háttað um hinar fjölmörgu innskotssetningar í þessum gömlu kvæðum, og það er alrangt að halda að þetta sé bara sundurgerð. Orsakanna er miklu fremur að leita í því, að skáldið er í senn gagntekið mörgum skyldum tilfinningum og hugmyndum, og er þá svo heppið að yrkja á máli, sem gerir kleift að tjá þær allar svo að segja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234

x

Gripla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.