Gripla - 20.12.2006, Page 191
ÞÝÐINGAR ÚR FORNENSKU 189
sögulega atburði eða djúp trúarleg eða siðræn sannindi, eða skoðun í
formi dæmisögu eða varnarrits, eða eldforn heiðin minni færð í
kristilegan búning og tengd áhrifamiklum dýrlingum, eða staðbundnar
sagnir um tröll og álfa sem nú voru orðnir að illvættum; eða gamlar
þjóðsagnir, ævintýri og dæmisögur og stundum gamansamar frásagnir;
– eða upphaflega komið á flot af einstaklingum eða villutrúarhópum til
að breiða út ákveðnar kennisetningar. – Og hvernig sem það gerðist, óx
sagnasjóðurinn stöðugt, breiddist land úr landi og varð að stórum hluta
af alþýðusögnum margra alda. Í þeim má að sjálfsögðu finna gjall og
ryð, en einnig mikið af skíru gulli. Mörg fögur hugsun og ilmandi
skáldleg blóm, englahvísl frá heimi hins hreinasta sakleysis, mörg
dæmi um góðverk og stórhuga fórnfýsi, ákall um huggun, skjól, frelsi
og réttlæti undan villimannlegri og blóðugri harðstjórn Rómarkeisara
og lénsmanna miðalda. En á öllum tímum voru þær líkt og sjálfsánar,
og eins og í spegli sýna þær okkur margar, annars óþekktar hliðar á
kirkjunni og alþýðunni. Sérhver sem skrifaði upp, þýddi eða endur-
sagði, taldi sig að sjálfsögðu hafa heimild til að gera þær viðbætur og
breytingar sem honum fannst best fara á. Og á þennan hátt þróaðist
þessi einkennilega grein alþýðubókmennta miðalda, sem er eini lyk-
illinn að hugsunarhætti svo margra alda, borgaralegum siðareglum,
listastefnum og táknfræði í listum. (Stephens 1853:7-8, þýðing SPÍ.)