Gripla - 20.12.2006, Side 200
GRIPLA198
2 Peter Foote gaf út brot úr C-gerðinni eftir handritinu papp. 4:0 nr. 4 í Konungsbókhlöðu,
Stokkhólmi, í grein sinni ‘Bishop Jörundr Þorsteinsson and the relics of Guðmundr inn góði
Arason’. Studia Centenalia. Reykjavík 1961, bls. 98–114.
XX) sem nefndist ‘Um handrit Guðmundar sögu bróður Arngríms’, og var það
fyrsta fræðilega ritgerð Stefáns sem kom á prenti.
Athugun sem Stefán gerði í framhaldi af þessu á öðrum gerðum Guðmund-
ar sögu leiddi hann að þeirri niðurstöðu að svonefnd C-gerð, sem ekki hefur
enn verið gefin út á prenti nema að litlu leyti,2 mundi skipa veigameiri sess í
þróun Guðmundar sagna en áður hafði verið talið. Jón Helgasonar taldi nauð-
synlegt að birta þessa gerð sögunnar í heild, en benti á að það yrði aldrei ann-
að en hálfkák nema hinar gerðirnar væru jafnframt gefnar út að nýju. Eina að-
gengilega útgáfa biskupa sagna voru Biskupa sögur Hins íslenska bók-
menntafélags frá 1858–78 í tveim bindum og full þörf á nútímalegri vísinda-
legri útgáfu allra sagnanna. Jón hafði sjálfur hafist handa við nýja útgáfu bisk-
upa sagna með Hungurvöku útgáfu sinni frá 1938 og vann nú að útgáfu Þor-
láks sagna helga og Páls sögu biskups, og annar merkur fræðimaður, Peter
Foote, vann að útgáfum Jóns sagna helga Hólabiskups. Stefán, sem ráðinn
hafði verið fastur starfsmaður við Det arnamagnæanske institut 1962, þá tæp-
lega 34 ára gamall, tók því að sér skömmu síðar að búa allar gerðir Guð-
mundar sagna til prentunar í fjórum bindum í ritröðinni Editiones Arnamag-
næanæ.
Áður en fyrsta bindi heildarútgáfu Guðmundar sagna leit dagsins ljós gekk
Stefán frá ljósprentun á varðveittum brotum úr átta skinnbókum með
biskupasögum sem kom út sem sjöunda bindi í ritröðinni Early Icelandic
Manuscripts in Facsimile árið 1967: Sagas of Icelandic Bishops. Fragments of
Eight Manuscripts. Sex bókarbrotanna sem þarna eru birt geyma texta úr Guð-
mundar sögum A, B og D-gerðum auk textabrota úr B-gerð Jóns sögu helga
og C-gerð Þorláks sögu helga í einu þeirra; tvö síðustu bókarbrotin geyma
annars vegar brot úr Árna sögu biskups og hins vegar A-gerð Jóns sögu og úr
Ágústínusar sögu. Ljósprentið var af Stefáns hálfu hugsað sem nokkurs konar
viðauki eða undanfari heildarútgáfu hans á Guðmundar sögum þar sem þess-
um brotum væru gerð svo rækileg skil að ekki þyrfti að endurtaka það í texta-
útgáfunni. Lýsing handritanna er því mjög nákvæm, greint af hvaða gerðum
sögunnar textarnir eru, skyldleiki þeirra við texta annarra handrita rakinn og
stafsetningu brotanna og málstigi lýst af nákvæmni. Stafsetningarlýsing átt-
unda brotsins er þó mörgum sinnum rækilegri en hinna brotanna og ástæða