Gripla - 20.12.2006, Page 201
STEFÁN KARLSSON 199
þess er ágreiningur fyrri fræðimanna um það hvort sú bók hafi verið norsk eða
íslensk að uppruna. Niðurstaða Stefáns er að hún hafi verið skrifuð á Íslandi.
Á eftir umfjöllun um hvert brot fylgir viðauki þar sem gerð er skilmerkileg
grein fyrir því hvar aðrir fræðimenn hafa bent á rithendur í öðrum handritum
sem annaðhvort má álykta að séu þær sömu eða í það minnsta náskyldar þeim
rithöndum sem á brotunum eru, sem og þeim handritum sem Stefán hefur
sjálfur komist að niðurstöðu um að séu með sömu eða skyldum rithöndum. Í
þessum viðaukum er því fjallað um ýmsa þá hópa handrita sem rannsóknir
fræðimanna voru þá og eru enn, hægt og bítandi, að leiða í ljós að eigna megi
annaðhvort sérstökum skrifurum eða ákveðnum skrifarahópum eða skrifara-
stofum. Þar koma við m.a. sögu Helgafellsbækur, Möðruvallabækur, skrifarar
Möðruvallabókar og Króksfjarðarbókar Sturlungu o.fl. Á grundvelli alls þessa
ályktar Stefán eftir því sem forsendur leyfa um aldur og uppruna biskupa-
sagnabrotanna.
Vinna við heildarútgáfu Guðmundar sagna var komin á góðan rekspöl þegar
Stefán flutti heim til Íslands árið 1970 og hóf störf hjá Árnastofnun í
Reykjavík. Eftir það vann hann aðeins við útgáfuna í rannsóknaleyfum og í
hjáverkum með öðrum störfum og skyldum sem honum voru falin. Fyrsta
bindið með A-gerð Guðmundar sögu, sem einnig er nefnd ‘elsta saga’, ásamt
tveimur öðrum stuttum textum, Ævi Guðmundar biskups og Ágripi Guð-
mundar sögu, kom svo loks út árið 1983. Þar er gengið frá verki af vandvirkni
og nákvæmi eins og áður. Gerð er grein fyrir handritum sem notuð eru, skyld-
leika þeirra innbyrðis og meðferð textans í hverju fyrir sig. Rækileg staf-
setningarlýsing fylgir þar sem við á en annars er vísað til annarra rita þar sem
slíka lýsingu er að finna svo sem af AM 220 II fol, einu handritabrotanna sem
Stefán hafði birt ásamt stafsetningarlýsingu þess í ljósprentinu 1967. Þetta á
einnig við um Reykjarfjarðarbók Sturlungu en á síðasta blaðinu af þeim þrjá-
tíu sem varðveist hafa úr henni er texti úr A-gerð Guðmundar sögu. Lýsingar
á stafsetningu Reykjarfjarðarbókar er að finna í Sturlungu útgáfu Kristian
Kålunds frá 1906–11 og útgáfu Þorleifs Haukssonar á Árna sögu biskups frá
1972, auk þess sem Ólafur Halldórsson hefur fjallað nokkuð um stafsetningu
og stafagerð handritsins3 og Stefán sjálfur í grein sinni Ritun Reykjarfjarðar-
bókar árið 1970. Aðalhandrit A-gerðarinnar, AM 399 4to, Resensbók, ætlaði
Stefán sér að gefa út ljósprentaða í ritröð Árnastofnunar í Reykjavík og birta
3 Ólafur Halldórsson. ‘Úr sögu skinnbóka’, Skírnir CXXXVII (1963), bls. 83-105.