Gripla - 20.12.2006, Page 205
STEFÁN KARLSSON 203
Skriftarlagið telur hann benda til Skagafjarðar og rannsókn fornbréfanna hafði
beint sjónum hans að tveimur feðgum á Ökrum í Blönduhlíð, skrifurum forn-
bréfa á öndverðri fjórtándu öld. Í Excursus í greinarlok dregur hann saman
yfirlit yfir rösklega tuttugu handrit sem hann telur líklegt eða nánast fullvíst að
leikmenn hafi skrifað á árunum 1420–1560. Greinin Íslensk bókagerð á
miðöldum frá 1997 er svo almennt yfirlit yfir helstu atriði í sögu bókagerðar
Íslendinga fyrir siðaskipti.
Íslensk handrit, sem P. H. Resen (1625–88) borgarstjóri í Kaupmannahöfn
hafði eignast og gefið Háskólabókasafninu þar 1685 og sem síðan höfðu flest
brunnið með því safni 1728, koma við sögu í rannsóknum og útgáfu Stefáns á
Guðmundar sögum. Handritið AM 399 4to tilheyrði upphaflega safni Resens
en Árni Magnússon fékk það lánað á sínum tíma og tók það með sér til Íslands
1705 en láðist að skila því aftur á Háskólabókasafnið og því bjargaðist það
með bókum Árna úr brunanum 1728 og gekk eftir það inn í safn hans. Það er
aðalhandrit A-gerðar Guðmundar sögu í fyrsta bindi útgáfunnar 1983. Um
annað handrit úr Resens safni skrifaði Stefán greinina Um Vatnshyrnu sem
birtist 1970. Þar sýnir hann annars vegar fram á að handritsbrot, sem fram til
þess hafði verið talið leifar sögubókarinnar Vatnshyrnu sem fórst í brunanum
1728, væri það ekki. Þá sýnir hann hins vegar fram á að stafsetning á þremur
eftirritum sem Árni Magnússon gerði eftir Vatnshyrnu laust fyrir 1700 komi
nánast í hvívetna heim við ritvenjur Magnúsar Þórhallssonar, annars aðalskrif-
ara Flateyjarbókar, sem bendi til þess að hann hafi skrifað Vatnshyrnu. Í grein-
inni Resenshandrit, frá sama ári, birtir Stefán skrá Árna Magnússonar yfir
norskar og íslenskar skinnbækur og íslensk pappírshandrit í safni Resens sem
ekki hafði áður verið birt í heild.
Greinin Kringum Kringlu frá 1977 var samin í tilefni þess að í opinberri
heimsókn sinni til Íslands 1975 færði Svíakonungur Íslendingum að gjöf eina
varðveitta blaðið úr Heimskringluhandritinu Kringlu. Greinin fjallar um út-
flutning konungasagnahandrita frá Íslandi á miðöldum en mörg þeirra voru
komin úr landi áður en almennur útflutningur íslenskra handrita til Danmerkur
og Svíþjóðar hófst á síðari hluta 17. aldar. Talin eru upp helstu Heimskringlu-
handritin en síðan fjallað um feril Kringlu og eftirrit hennar, blaðinu lýst og
spássíugreinum. Loks eru líkur leiddar að því að handritið hafi verið skrifað
innan tímamarkanna 1250–70 og líklegast á árabilinu 1258–64. Áður hafði
Finnur Jónsson sýnt fram á að meginhluti Grágásartexta Staðarhólsbókar væri
skrifaður með sömu hendi og Kringlublaðið og Stefán bætir hér um betur og
sýnir fram á að þessi sama hönd er einnig á meginhluta Konungsbókar Grá-
gásar. — Í stuttri grein, Davíðssálmar með Kringluhendi, frá 1986, fjallar