Gripla - 20.12.2006, Page 221
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
litúrgíu sem lítið hafði verið sinnt á Íslandi fram til þessa og er önnur þeirra
um íslenskan kirkjusöng, að vísu stutt grein en gerir efninu betri skil en áður
hafði verið gert. Ritgerð Magnúsar um Námskostnað á miðöldum er merkileg
fyrir þær sakir að þar rekur Magnús eftir tiltækum heimildum hve mikið fé
menn þurftu að leggja fram til þess að synir, frændur eða venslamenn gætu
fengið klerklega menntun. Magnús skýrir þar fyrst ákvæði Grágásar um
menntun presta á kirkjustöðum en sýnir svo með dæmum hvernig ábótar og
biskupar tóku jarðir upp í námskostnað pilta. Grein Magnúsar um Valþjófs-
staðahurðina speglar vel eitt helsta áhugamál hans sem var hvers konar verk-
tækni, hvernig hlutir voru gerðir og í þessu dæmi hvernig staðið var að kirkju-
smíði á Íslandi á miðöldum. Í þessari grein er Magnús í essinu sínu, þar sem
hann mælir í álnum íveruhús og kirkjur eftir úttektum og setur í samhengi við
byggingarlist annars staðar á Norðurlöndum. Hann lýsir mjög nákvæmlega
hurðinni á Valþjófsstað, hvernig þriðji partur hennar var sagaður af þegar
kirkjan á Valþjófsstað var minnkuð og hin forna útbrotakirkja rifin. Tvær grein-
ar í bókinni hverfast um annað áhugamál Magnúsar, siðaskiptin, siðaskipta-
menn og þær breytingar sem urðu þegar lútersk áhrif fóru að setja mark sitt á
kristnihald í landinu. Síðasta ritgerðin í bókinni sýnir þó einna best hve fjöl-
þætt áhugasvið hans var. Þar fjallar hann um gamalt kveisublað sem virðist
hafa verið notað við hvítagaldur og gerir glögglega grein fyrir notkun slíkra
skinnblaða bæði í kaþólskum sið og lúterskum.
Í eftirmála ritgerðasafnsins kemst Björn Þorsteinsson sagnfræðingur svo
að orði að Magnús Már Lárusson hafi verið jafnvígur á flest afsprengi sagn-
fræðinnar; hann sé „manna fróðastur um lög forn og ný, hagfræðingur góður
og guðfræðingur og laginn að meðhöndla tækni nútímans. Alls staðar er hann
skyggn rýnandi heimilda og dregur lærdóma af mikilli yfirsýn“. Hvergi kemur
þó yfirsýn Magnúsar eins vel fram og í greinum þeim sem hann birti eftir sig
í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder. Magnús var ritstjóri að
þessu merka alfræðiriti fyrir Íslands hönd, og það er ekki lítið sem hann hefur
lagt þar af mörkum, alls 259 greinar. Sumar þessar greinar eru mjög stuttorðar
en allar eru þær mikilsvert framlag til íslenskrar menningarsögu.
Magnús Már Lárusson hóf kennslu í sagnfræði við heimspekideild Há-
skóla Íslands í sept. 1965 og tók við af Guðna Jónssyni sem sökum veikinda
lét af kennslu. Magnús var skipaður prófessor í íslenskri miðaldasögu 1968 og
kenndi þar til hann var kjörinn rektor 1969. Kennsla Magnúsar var með allt
öðru sniði en nemendur á þessum árum áttu að venjast. Hann kom í kennslu-
stundir vopnaður bókum þeirra Jóna, Jóns Jóhannessonar prófessors og Jóns
Helgasonar biskups. Hann las aldrei fyrir eins og fyrri lærimeistarar höfðu gert
219