Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 16
10
HUBERT SEELOW
SKÍRNIR
bankadölum fyrir 2 arkir, o. s. frv.; en fjelagið áskilur sjer rjett til, að mega
láta breyta einhverju í ritgjörðunum, ef þess þykir þurfa við. Svo er til
ætlazt, að lestrarbók þessi komi út í tvennu lagi, og verði báðir partarnir
hjer um bil 20 arkir að stærð, og hefur nefnd sú, er fjelagið hefur falið á
hendur, að til taka efni og stefnu bókarinnar, látið í ljósi, að sjer þætti bezt
henta, að fremst í bókinni væru:
stafróf og smásögur, einfaldar og skemmtilegar, hjer
um bil á ................................................ 2 örkum;
þá fallegir málshættir, spakmæli, gátur og snilli-yrði,
hjerumbilá ...........................................!/2Örk;
- ágrip af biflíusögunni og mannkynssögunni,
hjerumbilá ............................................. 3örkum;
- ágrip af landaskipunarfræðinni, hjer um bil á......... 3-------;
- ágrip af Islendingasögu, lagað til að glæða
þjóðerni hjá unglingum og ást á
fósturjörðu þeirra, hjer um bil á............ 4-------;
- lýsing Islands, hjer um bil á ...................... 3-------;
- almennar reglur til að halda heils-
unni, hjer um bil ....................................Vl örk;
- helztu búnaðarreglur fyrir bændaefni, hjer
um bil á ............................................. 2-------.
Þó verður, ef til vill, ekki hjá því komizt, að einhver ritgjörð kunni að
verða nokkru lengri eða styttri, en hjer er til tekið, og mun henni þá ekki
verða hrundið fyrir þá sök, ef ekki munar því meiru, og hún að öðru leyti
þykir vel samin.
Bókmenntafjelagið skorar nú á alla Íslendinga, sem unna framförum
fósturjarðar sinnar, og færi hafa á, að styrkja þetta fyrirtæki með því, að
semja ritgjörðir, eptir því sem hjer er sagt, og senda þær fjelagsdeildinni í
Reykjavík innan loka júnímánaðar næsta ár; geta höfundarnir, ef þeim svo
lízt, látið ritgjörðir sínar vera nafnlausar, en sent nafn sitt með þeim í inn-
sigluðu brjefi, sem ekki verður brotið upp, nema þær líki.
Undirtektir við þessari auglýsingu munu þó greinilega hafa orð-
ið takmarkaðar. Enda þótt tekið hefði verið fram í auglýsingartext-
anum, að frestur til að skila framlögum í bókina væri til júníloka
1850, má lesa í fundargerðabókum Hins íslenzka bókmenntafélags
eftirfarandi fundargerð frá ágústmánuði þess árs:
Miðvikudaginn, 14. dag ágústmánaðar 1850 var fundur haldinn í deild hins
íslenzka bókmenntafjelags í Reykjavík samkvæmt brjefi forseta dagsettu
26. dag júlímánaðar. Voru átta á fundi. . .