Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 99
SKÍRNIR
FÆLINGARSTEFNAN
85
ekki, ýmist af ótta við að andstæðingurinn svaraði í sömu mynt eða
vegna þess að siðferðishugmyndir þeirra bönnuðu þeim það.
I öðru lagi, þá er það líka staðreynd, að menn hafa fellt siðferðilega
dóma um styrjaldir og um einstakar hernaðaraðgerðir, gera það nú
og munu halda áfram að gera það. Þetta gerum við ekki aðeins eftir
á þegar allt er um garð gengið og fyrirfram áður en nokkuð gerist,
heldur líka þeir sem ákvarðanir taka og verkin vinna í hernaðinum
sjálfum. Rétt er að kannast við að almennt hefði mátt gefahinni sið-
ferðilegu hlið málsins meiri gaum en raun ber vitni, en það breytir
ekki því að hermenn og aðrir sem ákvarðanir taka á stríðstímum
hafa spurt sig siðferðilegra spurninga.7 Þetta hygg ég að sé jafn
óvefengjanleg staðreynd og sú að oft sýnist sem stríðandi aðilar
svífist einskis.
Þyngst vegur þó gegn sjónarmiði von Clausewitz, að það er ekki
í mannlegu valdi að víkja siðferðilegum spurningum til hliðar í
þessu efni. Astæðan er sú að stríð og hernaðarverk eru verk manna
í fyllsta skilningi. Styrjaldir eru ekki eins og náttúruhamfarir, þó
svo að oft sé talað um þær eins og þær væru það. Styrjaldir brjótast
ekki út, heldur er einhver eða einhverjir sem ákveða að hefja þær.
Einstök hernaðarverk gerast ekki bara eins og snjóflóð eða jarð-
skjálfti, heldur eru það menn sem ákveða að þau skuli unnin. Allur
hernaður á því upphaf sitt í ákvörðunum manna og því hljóta
mennirnir sem í hlut eiga að vera kallaðir til ábyrgðar um hann og
ákvarðanir sínar. Og augljóslega er hér um að ræða ákvarðanir sem
varða beint heill og hagsmuni fjölda manns, nú á dögum jafnvel alls
mannkyns. En það er einmitt í slíkum efnum sem siðferðisdómar
og siðferðisvangaveltur eru ekki aðeins viðeigandi heldur óhjá-
kvæmileg. Því hvernig gætum við hugsað allt sem við hljótum að
hugsa um slík efni án þess að nota hugtök á borð við gott og illt, rétt
og rangt, bleyðuskap og hugrekki, fólsku og mildi? Carl von
Clausewitz og aðrir herfræðingar gera að vísu sitt besta, en hjá
þeim er vissulega margt ósagt um stríð og styrjaldarrekstur.
En hvað á þetta sífellda tal um siðferði að þýða? Er ekki siðferði
bara samkomulagsatriði sem menn hafa sæst á vegna þess að með
því að virða samkomulagið eru meiri líkur fyrir þá til að komast af
en ella - eiginhagsmunir sem sagt? Eða er svokallað siðferði nokk-
uð annað en eitt af tækjum valdastéttanna til að viðhalda völdum