Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 18
12
HUBERT SEELOW
SKÍRNIR
Með því mjög fáar ritgjörðir eru enn sem komið er sendar fjelaginu, hefur
því þókt tilhlýðilegt að minna menn aptur á þetta og skora á alla þá, sem
færi hafa á að semja ritgjörðir eptir því sem hjer er sagt, og senda þær fje-
lagsdeildinni í Reykjavík.
Oll þessi fyrirhöfn virðist samt hafa orðið til lítils. Auglýsingin
í Lanztídindum frá 10. janúar 1851 er, að því er virðist, síðasta
merki þess, að Reykjavíkurdeild Hins íslenzka bókmenntafélags
hafi haft í hyggju að gefa út lestrarbók handa börnum.
Jón Árnason var þá bókavörður Reykjavíkurdeildarinnar.10
Ólíklegt er, að honum hafi formlega verið falið að draga saman efni
og þýða í barnabókina, úr því að auglýsingarnar og áskoranirnar
báru ekki tilætlaðan árangur; slíkt hlyti að hafa verið skráð í
fundargerðabækur félagsins. Og hvort hann hefur verið hvattur til
verksins eða hvort hann hefur tekizt það á hendur af eigin hvötum
— jafnvel án vitundar annarra, verður ekkert vitað um.
En á því getur samt ekki leikið nokkur vafi, að beint samband er
milli efnissafnsins í Lbs 584 4to og barnabókaráforma Hins ís-
lenzka bókmenntafélags: auglýsinguna úr Lanztíðindum frá janú-
ar 1851 er nefnilega að finna úrklippta aftarlega í handritinu, lagða
inn í hefti, sem Jón hefur skrifað; á kápunni utan um stendur at-
hugasemdin: „Lýsing á manninum í barnabók“.
II
Eins og nefnt var í upphafi þessa máls, er efnið í Lbs 584 4to mjög
mikið að vöxtum. I safnskrá Páls Eggerts Ólasonar stendur, að það
sé 423 blöð og seðlar. Þessi tala verður raunar hvorki staðfest né
véfengd af þeirri ástæðu, að um er m. a. að ræða fjölda mismunandi
stórra, lausra og samanheftaðra blaða og miða, sem að hluta til eru
margbrotnir saman, svo að ekki er unnt að vita, hvort líta ber á þá
sem eitt blað, tvíblöðung eða þrjú blöð!
Yfirleitt eru allnokkrir textar svipaðrar gerðar skráðir í sam-
fellu í eitt hefti eða kver, svo að úr verða flokkar með innbyrðis
skyldu efni. Augljóst er, að Jón Árnason hafði með þessu í huga
ákveðna skipan á bókinni, sem prenta skyldi textana eftir, flokkaða