Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 159
SKÍRNIR
GUNNLAÐARSAGA
145
ungis heyrst gegnum opna möskvana í neti skáldskaparins. Það er
fyrst nú nýlega að farið er að hlusta á hana og koma henni til skila
á bókum. Hvaða gildi hefur það að beina slíkri athygli til dæmis að
Völuspá, kvæðinu sem fyrst var nefnt í þessari grein sem dæmi um
„kvenröddina"? Hvernig gæti þessi hvatning orðið til þess að
hjálpa okkur að meta gildi norrænu bókmenntahefðarinnar, og þá
sérstaklega Völuspár, og hvernig gæti hún rekið okkur til að skafa
innan úr eyrunum til þess að við heyrum eins skýrt og okkur er
unnt?
Bókmenntarýni sem byggir á kvenhyggju - rétt eins og hún gæti
byggt á formhyggju, formgerðarstefnu, marxisma, sálfræði, ensk-
amerískri nýrýni eða lesendaviðmiðun - mundi gera þá kröfu til
okkar að við könnuðum hvort röddin í Völuspá er trúverðug, á
sama hátt og við mundum kanna trúverðugleika raddar persónu í
leikriti, sérhverrar skáldaðrar persónu sem höfundur leggur orð í
munn. Við yrðum spurð hver það sé sem á þessi orð. A sama hátt
og við gætum spurt: hver á þá rödd sem við heyrum í tilsvörum
Steinunnar og Dísu í Galdra-Lofti, sem við vitum að er verk Jó-
hanns Sigurjónssonar? Sölku Völku í skáldsögu Halldórs Laxness?
Öldu í Tímaþjófinum? Er það í raun ogveru „kvenkyns tónn“ sem
við heyrum? Eða er það kannski „kvenlegur“ tónn, sá tónn sem
drottnandi kynið í samfélaginu, karlkynið, telur hæfa konum? Er
þetta kannski „kvenlega“ röddin, sú rödd sem karlmaðurinn vill
heyra, frekar en þeir hljómar sem konan vill gefa frá sér?
Það er engan veginn auðvelt að aðskilja „það sem sagt er“ frá
tungumálinu og forminu sem beitt er til að setja það fram. Blekking
bókmenntanna er fólgin í því að rödd Steinunnar - eða Öldu Ivar-
sen eða völunnar - sé rödd konu. Við drögum sjálfkrafa þá ályktun
að þetta sé kvenrödd. En árvakur kvenhyggjugagnrýnandi gæti
spurt hvort þetta sé ekki líka blekking. Erum við kannski í rauninni
að hlusta á „kvenlega" rödd sem er menningarlega skilyrt en
íklædd sannfærandi sviðsbúningi sjálfsmeðvitaðrar konu? Þegar
svara á slíkri spurningu verður að hafa í huga ýmsa þætti sem lúta
að ytri aðstæðum. Þegar litið er á leikhúsið er það söguleg stað-
reynd að þeir sem hafa haft aðstöðu til að velja efni til sýningar
hafa, af einhverjum ástæðum, langoftast verið karlmenn. Yfirgnæf-
andi meirihluti leikstjóra og leikara hafa líka verið karlmenn. Þegar
10 — Skírnir