Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 160
146
MAUREEN THOMAS
SKÍRNIR
litið er á ljóð og skáldsögur verður að hafa það í huga að menning-
arskilyrðing stjórnar ýmsu því sem er sjálfgefið í textanum og einn-
ig að það eru karlmenn sem hafa séð um alla útgáfustarfsemi og rit-
stjórn í Evrópu síðan prentlistin hófst.
Kvenhyggjuröddin mundi lyfta þeirri skoðun að vegna sögu-
legrar þróunar séu ríkjandi mælikvarðar í bókmenntaheiminum nú
- þeir mælikvarðar sem ákveða hvað er viðurkennt og hvað ekki -
komnir frá ríkjandi kyni þjóðfélagsins, karlmönnunum. Þessi rödd
gæti haldið því fram að í heimi þar sem leiðin til valda og viður-
kenningar er sú að beygja sig undir reglur um hvað sé rétt og gott,
reglur sem settar eru af þeim sem völdin hafa, og þar sem valds-
mannsröddin er sem stendur rödd karlmannsins, þá hljóti allar
bækur sem út koma, hvort sem höfundur er karl eða kona, að til-
einka sér tón sem fellur útgefendum í geð. Og tónninn sem talið er
þóknanlegt að konur noti er ekki endilega sá tónn sem tjáir raun-
verulegt óritskoðað eðli hennar. Hann getur alltof auðveldlega
orðið tónninn sem karlmannleg valdsmannsröddin ákveður að sé
„kvenlegur“, hvort sem það er karl eða kona sem talar. Kvenhyggju-
röddin mundi ennfremur halda því fram8 að það „kvenlega"
hafi ævinlega verið skilgreint sem það sem ekki er karlmannlegt.
Fyrst kemur karlsjálfið og „öðruvísi“ sjálf konunnar verður aðeins
skilgreint með hliðsjón af því. Eva sprettur fyrir kraftaverk af rifi
Adams.
Hugmyndin um að það kvenlega hljóti að spretta af því karllega
stendur kannski dýpstum rótum í evrópskri ritmálshefð. I sjálfri
„ritningunni“ stendur: I upphafi var orðið. Og orðið varð hold,9
og nú mundi kvenhyggjusinni10 benda á að orðið varð hold í mynd
guðs, í mynd karlmannsholds Krists. Orðið sjálft var, eins og guð
faðir alls sem er, talið karlmannlegt í víðasta skilningi. Hin
óbrenglaða kvenhyggjurödd heldur áfram að spyrja: hvernig getur
nokkuð það sem er gert af orðum sem þegar er búið að skilgreina
sem karlmannleg með nokkru móti komið hljómum kvenraddar-
innar óbrengluðum til skila? Þegar tekið er tillit til sögulegrar þró-
unar getum við tæplega búist við meiru í bókmenntum, þegar best
lætur, en „kvenlegu“ röddinni. Það er rödd konunnar eftir að búið
er að sía hana gegnum tungumálið, sem er í eðli sínu karlmannlegt,