Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 88
74
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
SKÍRNIR
til í Prentsmiðju Jóns Helgasonar í Reykjavík árið 1961. Við þær
upplýsingar er rétt að staldra sem snöggvast.
Þótt Rot væri yfirleitt fálega tekið af íslenskum myndlistar-
mönnum, átti hann jafnan gott samstarf við fagmenn í íslenska
prentiðnaðinum. Ragnar Kjartansson segir:
Diter gat gengið um margar helstu prentsmiðjur bæjarins eins og hann ætti
þær, og unnið þar fyrir sjálfan sig eins og honum sýndist. Þar var hann ekki
að presentera sig sem myndlistarmann, heldur sem kollega. Hann sýndi
prenturunum verkefni eftir sig og þeir sáu eins og skot, að hann kunni vel
til verka og leyfðu honum að hafa sína hentisemi.... Auðvitað sá hann, að
flestir prentaranna sem hann vann með höfðu ekki hugmynd um hvað hann
var að gera í þessum skrýtnu bókum sínum. En það angraði hann aldrei,
hann reyndi að launa fyrir sig með því að gefa þeim eintök (sem þeir oftast
hentu . . .) og hjálpa til í prentsmiðjunum.3
Rafn Hafnfjörð var einn af þeim prenturum, sem veitti Rot
margháttaða aðstoð, svo og aðstöðu í prentsmiðju sinni, Litbrá.
Hann segir eftirfarandi um vinnubrögð hans:
Diter þurfti ekki að fylgjast með ákveðnum prentprósess nema einu siimi
og þá þekkti hann tæknina til hlítar, gat notað hana og jafnvel lagt fram til-
lögur að endurbótum á henni. Ég er sannfærður um að Diter hafi verið-og
sé kannski enn - stærðfræðingur af Guðs náð, ekki samt í venjulegum
skilningi. Hann hafði óskeikult auga fyrir hlutföllum og minnstu breyting-
um á þeim, hvernig letur eða form kæmu best út í því rými sem fyrir hendi
var, og það án nokkurra útreikninga.4
Fram til þessa hafði Rot unnið bækur sínar á hlaupum milli
prentsmiðja, í hléum frá öðru brauðstriti. En í Prentsmiðju Jóns
Helgasonar fann hann sér fastan samastað.
Tveir prentarar, Jón heitinn Hjálmarsson og Páll Bjarnason,
höfðu þá fest kaup á þessari prentsmiðju við Bergstaðastræti, sem
manna á milli gekk undir nafninu „Jesúprent“, þar eð kver og bæk-
ur trúarlegs eðlis höfðu áður verið prentaðar þar. Þeir Jón og Páll
höfðu áður unnið sem umbrotsmenn í Prentsmiðju Þjóðviljans,
þar sem þeir sáu um umbrot Birtings fyrstu árin „og urðu fyrir
mikilli vakningu", að því er Einar Bragi segir.5 Allar líkur eru á því,
að þeir hafi kynnst Rot við umbrot á Birtingsheftinu umdeilda.
Rot leitaði síðan til þeirra félaga með bok 2 b og varð hún upp-