Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 120
106
HANNES JÓNSSON
SKIRNIR
heldur þegar Bandaríkjamenn gengu til samningaviðræðna við ís-
lendinga um herstöðvar í Keflavík 1951.
Varðandi gildistíma væntanlegs samnings settu Bandaríkjamenn
sér það markmið, „að fara fram á sama gildistíma og samningsins
um aðild að NATO, og ef þetta tækist ekki, þá að halda samninga-
viðræðum áfram til þess að ná eins löngum gildistíma og mögulegt
væri“.7
I fyrsta uppkasti að samningi, sem Lawson, sendiherra, lagði
fyrir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra 2. febrúar 1951 voru
þau ákvæði að hann gilti til jafnlengdar NATO-samningsins. Mót-
mælti utanríkisráðherra strax efni þáverandi 4. greinar samnings-
draganna, sem hljóðaði svo: „Samningurinn gildir á meðan aðild-
arsamningurinn að Atlantshafsbandalaginu er í gildi.“ 8
Nokkurt þóf varð næstu mánuðina um ákvæðið um gildistíma
væntanlegs samnings. Hélt utanríkisráðherra því jafnan fram, að
algjörlega óraunhæft væri að gera ráð fyrir langtímasamningi líkt
og samningnum um aðildina að NATO. Taldi hann að hvorki
ríkisstjórnin né Alþingi myndi fallast á slíkt. Sagðist Bjarni Bene-
diktsson reyndar ekki mundu mæla með slíku ákvæði hvorki við
ríkisstjórnina né Alþingi. Jafnframt var hann harður á því, að Is-
lendingar yrðu að hafa einhliða rétt til uppsagnar á samningnum.
Undirstrikaði Thor Thors, sendiherra, þessi sjónarmið mjög
ákveðið á fundi TWashington 8. mars 1951 og minnti þá jafnframt
á þau loforð, sem gefin höfðu verið við inngönguna í Atlantshafs-
bandalagið 1949, að þess yrði ekki óskað, að erlendar hersveitir
dveldu á Islandi á friðartímum.9
Lawson sendiherra sendi m.a. skýrslu til Washington um fund
sinn með Bjarna Benediktssyni í Reykjavík 3. mars. Hefur hann
það þá eftir utanríkisráðherra, að hann kunni vel að meta þörf Is-
lands fyrir varnir og mikilvægi slíkrar varnaraðstöðu á íslandi fyrir
NATO, en tekur ákveðið fram, að samningur án einhliðauppsagn-
arákvæðis komi ekki til greina. Síðan hefur Lawson sendiherra
orðrétt eftir Bjarna Benediktssyni og segir:
Ég vildi heldur taka hættuna af að hafa ísland óvarið eyland en samþykkja
hersetu á Islandi á friðartímum til jafnlengdar gildistíma aðildarsamnings-
ins að Atlantshafsbandalaginu.10