Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 25
19
SKÍRNIR UM BARNAGULL JÓNS ÁRNASONAR
ar fram í lok textans.33 Þó að Jón vísi þar til útgáfunnar frá 1851,
hefur hann einnig skrifað þennan texta upp eftir handritinu Lbs457
4to?b
Flokkur með þremur stuttum dæmisögum hefur ásamt all-
nokkrum dýradæmisögum verið þýddur eftir Oltrogge.37 Jón gerir
eftirfarandi athugasemd við þessa texta: „Þessar 3 næstundan far-
andi sögur ættu líkleg[a] bezt við Eptirlíkingarnar, en ekki í dæmi-
sögurnar. “ - Hin fyrsta þessara sagna heitir „Snemmdauði“, önnur
„Laun hins komanda heims", hin þriðja „Garðyrkjumaðurinn".
Öllum sögum þremur er það sameiginlegt, að myndir úr heimi
garðyrkjunnar eru notaðar til þess að gera inntak þeirra auðskilið.
Skemmtisögur
Sögur, sem eiga ekki fyrst og fremst að koma ákveðnum boðskap
á framfæri, heldur er aðallega ætlað að skemmta ungum lesendum,
kallar Jón Arnason „Gamansögur" eða „Skemmtisögur". Augljóst
er, að slíkar sögur skipuðu veigalítinn sess í hinum útlendu barna-
bókum, sem Jón þýddi efni sitt einkum upp úr: Lbs 584 4to hefur
aðeins fáa texta að geyma, sem falla undir þennan flokk.
„Ulfurinn og gýgjuleikarinn", saga manns, sem tekst að bjarga
sér undan hungruðum úlfi með fiðluleik sínum, er að öllum líkind-
um þýdd úr dönsku; Jón hefur í tvígang á eftir illþýðanlegu orði
skrifað danska orðið í svigum.
Við stutta sögu með titlinum „Ekki má sköpum renna“ er gerð
sú athugasemd, að hún sé þýdd eftir J. M. Thiele;38 hún fjallar um
bónda, sem flyzt búferlum á annan bæ vegna músaplágu, en tekur
eftir, að ein mús hefur flutzt með.
I sögunni með titlinum „Uppeldið" er á hinn bóginn sagt frá
fordekruðum dreng, en móðir hans tekur sig að lokum á og elur
hann strangar upp. Þessi saga er komin úr sömu heimild og sögurn-
ar „Góður sonur“, „Hinn veglyndi smiður" o. s. frv.
Ævintýri
Til smásagna, cinfaldra og skcmmtilegra ber loks að telja tvær þýð-
ingar útlendra ævintýra. - Annað ævintýrið hefur titilinn „Ekki
veit hvar sæls manns efni situr" og er þýtt eftir norska ævintýrinu
„Om Askeladden, som stjal Troldets Solvænder, Sengetæppe og