Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 86
72
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
SKÍRNIR
færi við gallerí í París. Þar vakti það athygli áhugamanns um
ZERO, sem benti öðrum slíkum á það. Upp frá því fór Rot að fá
boð frá ZERO mönnum um þátttöku í sýningum.
Hann sýndi book á sérstakri hreyfilistarsýningu ZERO í Ant-
werpen í mars 1959, en þar voru meðal annarra Pol Bury, Tinguely
og Spoerri.
Sömuleiðis sýndi hann verkið með ZERO í Wiesbaden sama ár.
Og er þriðja tölublað ZERO ritsins, ZERO 3, kom út árið 1961,
voru í því ljósmyndir af nokkrum síðum úr book , ásamt með öðru
efni eftir Rot.
Af þessu er ljóst, að þótt Rot teldi sig óháðan ZERO hreyfing-
unni, litu meðlimir hennar á hann sem mikilvægan hlekk í ZERO
keðjunni.
/ Jesúprenti
Fegursta og fullkomnasta bók sem til er inniheldur eingöngu auðar síður,
sömuleiðis er það tungumál eitt fullkomið sem tjáir allt það sem ofviða er
mennsku máli.
(Ulises Carrión - Second Thoughts, bls. 15)
Bókverk Rots, frá book (1958) til bok 5 (1961), eru samansett með
þeirri kerfisbundnu rökleiðslu sem lýst er hér að framan. Formleg
uppistaða þeirra er annaðhvort rúðustrikunin eða önnur álíka fast-
mótuð myndbygging.
kinderbuch var í raun faktúrumappa, en book er frekar laus-
blaðamappa (portfólíó) en venjuleg bók. Upprunalega voru í henni
18-24 síður úr þunnum pappa, annað tveggja svartar og hvítar eða
rauðar og bláar. Þessar síður er 38x38 cm. á stærð, eða þá 41x41
cm., og fyrir miðju þeirra er útskorið mynstur, 8 til 16 cm. á kant.
Ymist eru þessi mynstur rifaðir ferningar og strendingar, tveir og
þrír saman, eða óreglulegir strendingar með 60-70 gráðu horni.
book varð til heima á eldhúsborðinu hjá Rot. Þar skar hann út
síðurnar fyrir hina 25 eintaka íslensku útgáfu, með hárbeittum
uppskurðarhnífi lækna, og raðaði þeim saman í möppur eftir
þörfum.1
Þegar árangurinn er skoðaður, kemur berlega í ljós hversu mikið
afrek þessi útskurður er. Rot sker út röð strimla, sem í mörgum til-