Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 31
SKÍRNIR UM BARNAGULL JÓNS ÁRNASONAR
25
mannslíkamann úr ýmsum heimildum, og mun sá annaðhvort hafa
verið ætlaður sem viðbót við heilsuverndarráðin eða átt að koma í
staðinn fyrir þau. A eftir fyrirsögninni „Maðurinn" kemur inn-
gangur, þar sem m. a. segir:
Rjett þekking á hinum helztu limum líkama vors varar oss við mörgum
yfirsjónum, sem ella mundu verða oss á óvitandi, og skaða heilsu eða líf
vort. Þessi þekking kennir oss, hvernig vjer eigum að efla vellíðun líkama
vors og viðhalda henni og varast sóttir og sárindi. ..
Síðan er hinum einstöku líkamshlutum og líffærum lýst. Sem
heimildir nefnir Jón P. L. Panum, Götzsche, Birch og Hjort.54
Textinn er ekki heill; hann þrýtur í níunda hluta („Innyflin").
Aftar í bunkanum er að finna tvíblöðung, sem texti með fyrir-
sögninni „Taugakerfið“ er skrifaður á. Þessi texti virðist einnig
vera þýddur eftir útlendum heimildum.
„Helztu búnaðarreglur fyrir bœndaefni“
Þennan flokk vantar sömuleiðis alveg í efnissafn Jóns Árnasonar.
Jafnvel þótt fyrirsagnir í blaðaauglýsingu Hins íslenzka bók-
menntafélags séu túlkaðar mjög frjálslega, eins og ég hef gert, ganga
í Lbs 584 4to samt fáeinir textar af, sem alls ekki er unnt að flokka
samkvæmt þessu kerfi. Þeir lúta allir að tungumálum og mála-
kennslu og hafa að líkindum lent óvart í þetta safn til barnabókar.
Um er að ræða eftirfarandi texta:
„Um Semítisku málin“, dálítið yfirlit um þennan tungumála-
flokk, og styðst yfirlitið fyrst og fremst við biblíuna. Þessi texti er
þýddur úr sænsku, eins og nokkur orð, sem tilfærð eru úr frumrit-
inu í svigum, bera vott um.
Smáseðill með latínuæfingum („Vjer þurfum á stöðuglyndi að
halda...“).
Tvær þýðingar úr Ingerslevs Stibvelser: „Þrjá kosti á frásagan að
hafa við sig . . .“ og „Mestur hluti dauðlegra manna kvartar yfir
nápínuskap . . ,“.55
Nokkur blöð með athugasemdum um málsögu og íslenzkar
beygingar. Þessir textar eru sömuleiðis þýddir úr dönsku; á einum