Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 210
196
EYSTEINN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
Bára vex úr grasi og reynist snemma sjálfstæð og sterk, jafnt andlega sem
líkamlega. Hún gengur um með byssu til rjúpna- og tófuveiða, og þegar
henni er komið til dvalar í þorpi niðri við sjóinn, þeirra erinda að hún geti
lært þar lögboðinn skólalærdóm og fengið fermingu, þá verður árekstur
við nokkra heimamenn til þess að hún pakkar saman og fer heim aftur. Síð-
an lifir hún góðu lífi ófermd og kemur ekki að sök. En þess má geta, og
skiptir raunar meginmáli, að það er þjófnaðarmál sem veldur þessum
árekstri. Svo er nefnilega að sjá að Bára setji ýmislegt töluvert ofar á blað
heldur en virðinguna fyrir eignarréttinum.
Eitt sterkasta einkenni Báru í sögunni eru svo líka einmitt hin traustu
bönd hennar við náttúruna alit umhverfis. Hún má teljast bóndi sem lifir af
því einu sem landið gefur. Hvað eftir annað kemur fram að eignarréttur er
henni vægast sagt nokkuð óljóst hugtak. Er helst að segja að hún lifi þarna
nánast eins og frummannslífi, í náttúrunni miðri og af því sem hún gefur og
í nánu samfélagi við hana.
En það eru aftur á móti tengsl Báru og Katrínar móður hennar við Vatnið
sem hér skipta sköpum. Katrín finnur sig svo fast tengda barnsföður
sínum, sem liggur þar niðri, að það stýrir að lokum öllum gjörðum hennar.
Utlendingurinn hafði á sínum tíma dregið þar risastóra urriðahrygnu, og í
veiðiferð þeirra mæðgna þangað út tekst Katrínu að veiða hænginn líka. Sá
fiskur reynist hins vegar geyma í maga sér hring sem hinn útlendi faðir Báru
hafði átt, og sú sýn verður Katrínu um megn. Hún sér löngu látinn ástmann
sinn og barnsföður fyrir sér í fiskinum, og henni finnst hún hafa með þessu
móti drepið sama lífið tvisvar. Og þar með dregur Vatnið hana til sín, hún
drekkir sér þar og gerir raunar sitt besta til að draga dóttur sína með sér.
En þar reynist Bára móður sinni sterkari, enda vill hún lifa sínu eigin lífi
áfram. Þegar Katrín er fallin frá, selur Alfur jörð sína Friðjóni kaupmanni
og flytur til höfuðstaðarins, en Bára býr eftir ein á bæ þeirra. Fleira fólk
kemur til sögunnar, þar á meðal tveir karlmenn sem hún tengist tilfinninga-
böndum, en þó hvorum með sínu móti. Sá fyrri er Þórður nokkur sem hef-
ur orðið gjaldþrota á útgerð í höfuðstaðnum og lendir til hennar á hálfgerð-
um flótta. Sá seinni er listmálarinn Gídíon, sem Bára fær svo taumlausa ást
á að hún rekur Þórð af bænum, og logar síðan allt í illindum út af málinu.
Ut úr því verða langvinn málaferli sem töluvert af rúmi sögunnar fer til
að lýsa. En það sem skiptir mestu máli hér er þó hitt að í lokin er Gídíon
einnig á góðri leið með að verða Báru afhuga. Þá tekst svo til úti á Vatninu
að bátnum hvolfir undir þeim tveim og þau farast bæði þar úti. I því „slysi“
er Bára tvímælalaust meðvirk, líkt og móðir hennar fyrr, og með því hefur
Vatnið dregið hana til sín einnig, líkt og föður hennar og móður áður. Og
eins og móðir hennar gerir hún Vatnið þar með að þeim stað þar sem brigð-
ull elskhugi hennar fær að hvílast og hún flýr til sjálf þegar hún finnur völd
sín yfir honum fara dvínandi.
Hér er vissulega margslunginn söguþráður einfaldaður í þeim mæli að
lítil sanngirni er bæði gagnvart höfundi og verki. En hitt er að mínum dómi