Skírnir - 01.04.1988, Síða 168
154
MAUREEN THOMAS
SKÍRNIR
yfir geðsjúkrahúsinu þangað sem Dís er færð til rannsókna. í
kvæðinu forna segir völvan okkur að örlög þess verði að visna í
fimbulvetri þeim er fylgja mun í kjölfar þess eyðandi elds sem
kljúfa mun björgin, breyta höfum í eim, slökkva ljós stjarnanna og
tortíma iðjagrænni jörðinni. Það verður hlutskipti móðurinnar að
halda fram andlegu heilbrigði Dísar gegn sameinuðum öflum yfir-
valdanna sem halda því fram að stúlkan sé móðursjúkur, ofsóknar-
óður geðklofasjúklingur, haldinn hugarórum og ofskynjunum, og
það sem verra er, glæpamaður sem hefur framið rán undir áhrifum
ranghugmynda sinna. Þessar „ranghugmyndir" tengjast atburða-
rásinni sem leiðir til þess að Oðinn yfirgefur Gunnlöðu og lætur
hana taka afleiðingunum er hann hefur á brott með sér allt innihald
hins táknræna kers og jafnvel kerið sjálft. Tilraunir móður Dísar til
að skilja og taka gildar frásagnir dótturinnar af þessum atburðum,
frásögn þar sem kemur fram að Gunnlöðu tekst með hjálp Dísar að
endurheimta eign sína og halda áfram að gegna helgu varðveislu-
hlutverki sínu, kenna henni að tengjast visku formæðranna og öðl-
ast trú á þá kvenkyns þrenningu - meyju, móður, norn — sem hún
hittir fyrir og leikur á ferðum þeim sem hún lendir í með dóttur
sinni. Þessar konur eru hliðstæðar þeim þremur tunglhelguðu kon-
um í Völuspá sem veita völunni innblástur: Urði, Verðandi og
Skuld - „meyjar margs vitandi“ - ef við horfum opnum augum á
textann getum við enn greint óljóst myndir þessara þriggja kvenna
sem stundum eru aðskildar, stundum ein og hin sama, en sjá í eilífu
núi um alla vindinga tímans og færa völunni þessar sýnir og koma
þeim til skila gegnum hana. Um stund er mæðgunum það gefið að
eignast hlutdeild í þessari tímalausu sýn kvennanna, en meðal
þeirra er Gunnlöð sjálf í hugarflugssögu Svövu. Þær eru báðar
hrifnar með af knýjandi þörf Gunnlaðar að endurheimta kerið
helga sem geymir skáldamjöðinn og táknar sköpunarkraftinn, það
afl sem getur hamlað gegn hrörnun og eyðingu með endurlífgun og
græðingu. Heiðin rödd völunnar í Völuspá segir okkur að eftir
ógnir Ragnaraka, fimbulvetur og surtarloga- ógnir sem eru afleið-
ing gullþorstans — muni hinn iðjagræni heimur ekki farast við lúðra-
blástur á dómsdegi heldur rísa á ný frjósamur og skapandi. Það er
hlutverk Gunnlaðar í sögunni að tryggja að þessi spádómur rætist.
Dís og móðir hennar gerast bandamenn Gunnlaðar og hjálpa henni