Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 32
26
HUBERT SEELOW
SKÍRNIR
stað („Beyging Karlkyns orða“) tekur Jón Árnason fram, hvert
forrit hans var: „Munk 51 §“.56 — Inn í þessi blöð hafa verið lagðir
nokkrir miðar með athugasemdum um íslenzka málfræði og staf-
setningu; þessar athugasemdir eru greinilega ekki með hendi Jóns.
Heilmargir seðlar, sem lagðir eru á ýmsum stöðum inn í Lbs 584
4to, geyma uppköst að efnisyfirliti fyrir hina fyrirhuguðu barna-
bók eða upptalningar á textum úr innlendum og útlendum heim-
ildum. Hinir mikilvægari af þessum seðlum voru nefndir hér að
framan í umfjöllun um einstaka flokka texta.
Loks er að finna í efnissafninu uppskrift á trúlofunarskjali frá ár-
inu 1737, sem Magnús Grímsson gerði árið 1854.57
Af prentuðu efni ber auk auglýsingarinnar úr Lanztídindum að
nefna: Eitt blað með áprentuðum texta, þar sem um er að ræða
„nefndarálit um ferðakaup þingmanna“, en blað þetta hefur verið
notað sem þerripappír. - Oheilt blað með félagssamþykktum (að
líkindum Hins íslenzka bókmenntafélags). - Mynd af síðu úr
handriti. Þar er um að ræða blað úr handritinu AM 291 4to, sem
fylgdi með ellefta bindi Fornmannasagna, Kaupmannahöfn
1828.58
Ennfremur skal að lokum bent á hinar sérkennilegu myndir, sem
prentaðar eru á kápur tveggja stílabóka, sem Jón Árnason hefur
notað: Framan á kápu annarrar stílabókarinnar getur að líta
Napóleon á hestbaki og undir áletrunina „Napoleon"; aftan á káp-
unni til skýringar myndinni áletrunina „Die Geburt Napoleon’s,
15. August 1769“. Framan á kápu hinnar stílabókarinnar stendur
undir myndinni „Schlacht bei Kolding d. 23 April 1849“; aftan á
kápunni „Vernichtung des Linienschiffes Christian VIII bei Eck-
ernförde”. Báðar stílabækurnar eru úr, eins og á þeim stendur, „Fa-
brik von H. C. Stein & Co. in Wandsbeck".
Napóleonsmyndirnar þurfa í sjálfu sér ekki að koma á óvart;
persóna Napóleons hefur alltaf heillað menn, jafnvel einnig and-
stæðinga hans. Myndir úr stríðinu 1848-50 voru á hinn bóginn efst
á baugi, og það kann að vekja furðu, að slíkar anddanskar áróðurs-
myndir frá Wandsbek í Holtsetalandi hafi verið seldar á Islandi.