Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 54
48
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
þessi notkun okkur inn í hugmyndaheim Sverris eða er hún einungis retór-
ískt bragð til að halda áheyrendum við efni?11
Sverrir Tómasson beinir þessum spurningum að mér, grómlaus-
um Húnvetningi, enda er grein hans að nokkru leyti ritdómur um
eitt lítið kver sem ég skrifaði á sínum tíma um þær Hrafnkels sögu
og Grettlu. Eg tel það lítið vafamál að þessi hungurlús, sem bregð-
ur fyrir í Sverris sögu löngu eftir að Birkibeinar eru hættir að troða
skammdegisgadd á Rauðafjalli, sé komin úr bókum, og er því
óheimilt að draga af henni neinar ályktanir um óværu í Kirkjubæ í
Færeyjum eða Þingeyraklaustri; hungurlúsin er sem sagt hvorki
færeysk né húnvetnsk, heldur alþjóðleg. Að því er ég best veit kem-
ur málshátturinn einungis tvívegis fyrir í íslenskum letrum að
fornu. Hitt dæmið er í Sturlubók Landnámu. „Munu jarðlýsnar,
synir Gríms kögurs, verða mér að bana?“ spyr Ljótur hinn spaki
feigum munni, og honum svarar Gestur hinn spaki í Haga: „Sárt
bítur soltin lús. “
A hitt ber þó einnig að líta að hliðstæðir málshættir tíðkuðust á
ýmsum tungum. Latnesk gerð hljóðar svo: Macilenti pediculi acr-
ius mordent: „Horaðar lýs bíta sárar.“ Hér er einnig vert að minn-
ast á náskylt spakmæli í Rómverja sögu, þótt þar sé að vísu engrar
hungurlúsar getið: Sá bítur sárt, er sér vill ekkiforða. Þeir sem vaða
hlífðarlausir fram í orrustu geta reynst býsna skæðir óvinir, þótt
þeir eigi ekki mikið undir sér.12
Sverris saga neytir Rómverja sögu með ýmsu móti sem hér verð-
ur ekki rakið, enda var í sjálfu sér eðlilegt að höfundur sem tókst á
hendur að skrifa um borgarastyrjöld Norðmanna á síðara hluta 12.
aldar minntist fornra minna og notfærði sér rit um borgarastyrjöld
Rómverja á fyrstu öld fyrir Krists burð; olli þar vitanlega miklu um
að þar var um að ræða bækur sem hann mun ungur hafa lesið á
skólabekk og ef til vill notað við kennslu sjálfur. Og sá hinn mikli
bókagerðarmaður Snorri Sturluson, sem orti jöfnum höndum
borgfirskar jarðir og sögur af norrænum höfðingjum, hirti ýmsar
hugmyndir úr Rómverja sögu og fann hverri þeirra maklegan stað
í verkum sínum. Rétt er að minnast þess hér að Sallúst þótti öllu
tækilegri til fyrirmyndar en Lúkan.
Alexanders saga hafði drjúg áhrif á íslenskar fornsögur; þaðan