Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 144
130
JESSE L. BYOCK
SKÍRNIR
ljóst hve varanleg áhrif bænda voru. Bóndi stóð höllum fæti án
þeirra fríðinda sem goði hafði, sérstaklega hvað varðaði fulltingi
lögskipaðra þingmanna. Saga Helga Droplaugarsonar í Droplaug-
arsona sögu varpar ljósi á þennan aðstöðumun. Arum saman etur
hann kappi við einn goðann sem jafningi, og ágirnist goðorð hans,
að því er virðist.9 Andstæðingur Helga sýnir aftur á móti fádæma
hæfni til að taka áföllum, og að lokum þrýtur Helga bónda afl við
hann.
Sem mikils megandi lögmenn héldu milligöngumenn uppi
stöðugleika í þjóðfélaginu, þegar deilur ágerðust og hætta varð á al-
varlegri röskun. Ein leið fyrir deiluaðila til að afla sér fulltingis ann-
arra, bæði höfðingja og bænda, var að leita til milligöngumanns,
sem átti víða bandamenn. Samfélagið virti að öllu jöfnu sættir, sem
gerðar voru fyrir milligöngu þriðja aðila. Vegna þess að krafist var
samhljóða dóma eða mótatkvæðalausra, varð milliganga og sáttar-
gerð almenn. Til að ná fram samstöðu, neyttu milligöngumenn og
lögmenn oft vinfengis síns. Þessi vináttutengsl gátu forystumenn
nýtt til samvinnu um stjórnun samfélagsins.
Vinfengi og vináttubönd, ásamt ættarböndum og þeim böndum,
sem tengdu goða og þingmenn, gerðu einstaklingum kleift að
krefjast gagnkvæmrar aðstoðar. Það var flókið mál í íslensku sam-
félagi að sjá hag sínum borgið, vegna þess hve margra kosta var völ
í því að afla sér tímabundinna hagsmunasambanda. Vinfengi gat
tekist milli manna, sem höfðu náð svipuðum pólitískum áhrifum,
svo sem milli goða eða milli þingmanna, sem ekki tengdust sama
goða. Vinfengi gat einnig orðið milli manna, sem ekki höfðu risið
til svipaðra metorða. Þess háttar vinfengi var stundum haldið
leyndu, einkum ef þeir höfðingjar og bændur, sem stofnuðu til
þeirra, áttu ekkert sameiginlegt annað en þörf fyrir liðveislu, eins
og var líka oft raunin. Ef vinfengi bar ekki árangur, til dæmis ef
liðsinni var ekki veitt í deilu, mátti slíta því. I Vápnfirðinga sögu er
frá því greint, hvernig Digur Ketilsson bóndi sleit leynilegu vin-
fengi sínu við goða, þegar það hentaði honum ekki lengur. Að
sumu leyti samsvaraði vinfengi, sem var ekki bundið í lög, tengsl-
um goða og þingmanna, því að slíta mátti hvoru tveggja ef annar
aðili vildi.
Höfðingjar, sem voru áhrifamiklir miligöngumenn og var annt