Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 122
108
HANNES JÓNSSON
SKÍRNIR
strikuðum við enn á ný að við ættum samstöðu með vestrænum
lýðræðisríkjum í varnar- og öryggismálum, og með varnarsamn-
ingnum frá 1951 sýndum við í verki að við tækjum virkan þátt í
samstarfi Atlantshafsbandalagsríkjanna um varnar- og öryggismál
í þágu öryggishagsmuna Islands og vestrænu lýðræðisríkjanna á
Norður-Atlantshafssvæðinu, án þess að stofna og reka her.
Þessi stefna íslands um samstarf og samvinnu við vestrænu lýð-
ræðisríkin um öryggis- og varnarmál, og sérstaklega við Bandarík-
in og Atlantshafsbandalagið, hefur staðist margar prófraunir.
Sovétríkin voru völd að því, að stefna þessi mætti t. d. erfiðri
prófraun í desember 1957 og janúar 1958.
A þeim tíma sat miðju-vinstri stjórn Hermanns Jónassonar að
völdum og naut stuðnings Framsóknarflokks, Alþýðubandalags
og Alþýðuflokks.
Svo gerist það 12. desember 1957, að Bulganin, þáverandi for-
sætisráðherra Sovétríkjanna, sendi Hermanni Jónassyni bréf, sem
sovéski sendiherrann í Reykjavík, Pavel K. Ermoshin, afhenti dr.
Gylfa Þ. Gíslasyni, sem þá gegndi embætti utanríkisráðherra í for-
föllum.
Hluti bréfsins fjallaði almennt um ástand heimsmála. Talað var
um þörf á toppfundi til þess að ræða afnám tilrauna með
kjarnorkuvopn, yfirlýsingu um að nota aldrei kjarnavopn, stofnun
kjarnorkuvopnalauss svæðis í Evrópu, undirritun sáttmála um að
gera ekki árás og ýmislegt fleira varðandi ástand alþjóðamála.
í síðari hluta bréfs Bulganins til Hermanns Jónassonar var fjallað
sérstaklega um tvíhliða samskipti íslands og Sovétríkjanna. Einn
liður í þeim þætti var að vekja athygli íslands á hættunni fyrir okk-
ur af að hafa erlendar herstöðvar í landinu. Annar þáttur var yfir-
lýsing um, að Sovétríkin væru reiðubúin til þess að samþykkja til-
lögur um, að þau tækju ábyrgð á öryggi íslands ef það tæki upp
stefnu um hlutleysi, sem Sovétmenn myndu m.a. ábyrgjast, enda
yrði þá tryggt að engar erlendar herstöðvar yrðu á íslandi og Sovét-
ríkin ætluðu þá væntanlega einnig að ábyrgjast það ástand.
Sovétmenn sendu hliðstæðar orðsendingar til nokkurra annarra
ríkja Atlantshafsbandalagsins. Fyrri hluti orðsendinganna var efn-
islega samhljóða orðsendingunni til Hermanns Jónassonar. Síðari