Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 109
SKÍRNIR
FÆLINGARSTEFNAN
95
þýtt annað en „sjáðu við meinum alvöru kjarnorkustríð, ef þú
hættir ekki!“ Spurningin er hvort við meinum í raun það.
III
Hvorug stefnan er þá mönnum bjóðandi, og hvorug er traust. Því
var haldið fram hér að ofan að úr því að það væri siðlaust að beita
kjarnorkuvopnum í hernaði undir öllum kringumstæðum, þá væri
líka siðlaust að hóta því. En er þetta endilega rétt? Hótunin um að
beita kjarnorkuvopnum er skilyrt hótun, hún hefur sniðið, „ef þið
gerið X, þá gerum við Y“. Skilyrðið er ekki endilega „ef þið gerið
kjarnorkuárás á okkur“, heldur jafnvel t. d. „ef þið haldið áfram að
setja upp eldflaugar á Kúbu“. En hvað um það, hótunin er skilyrt.
Eg hef haldið því fram að það væri einfaldlega rangt að gera raun-
verulega kjarnorkuárás, líka við aðstæður eins og þær þar sem
kjarnorkuveldin hóta að beita þeim. Samkvæmt því væri rangt að
framfylgja hótuninni. En væri endilega rangt að hóta?
Sá sem hótar einhverjum tilteknum viðbrögðum komi tilteknar
aðstæður upp, og meinar það, er að lýsa yfir ætlun eða a. m. k. vilja
til að gera það sem hann hótar þegar viðeigandi aðstæður skapast.
Ef það er rangt að vinna það verk sem hótað er, og ef eitthvað er
hæft í þeirri löngu viðteknu skoðun að það sé siðferðilega fordæm-
anlegt að ætla eða vilja það sem er rangt, þá er rangt að hóta slíku.
En það er ekki eins alvarleg yfirsjón og að vinna verkið sjálft. Væri
það ekki nokkuð langt gengið í kröfum um siðferðilegan hreinleika
að hafna fælingarstefnu bara vegna svolítils óhreinleika sálarinnar
sem í henni felst, ef hún er besta tækið sem kostur er á til að varð-
veita friðinn? Hér verðum við að vita hvað átt er við með því að
varðveita friðinn. Ef átt er við „að tryggja að ekki verði allsherjar-
kjarnorkustríð“, þá er þetta örugglega rangt, vegna þess að sú fæl-
ingarstefna sem er í gildi gerir slíkt stríð líklegra en nokkur önnur
meint friðarstefna sem hægt er að hugsa sér. Það er vegna þess að
fælingin getur brugðist, og ef hún bregst, þá liggur það í eðli stefn-
unnar að við erum á barmi slíkra stórátaka. Þetta er einmitt spurn-
ingin sem friðelskandi fælingarsinnar vilja helst ekki þurfa að hugsa
til enda: hvað ef fælingin bregst? Það er alrangt sem sumir fæl-
ingarsinnar ímynda sér að kjarnorkuvopn þjóni einvörðungu