Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 175
SKÍRNIR
GUNNLAÐARSAGA
161
menntafræðinnar24 hafa haldið því fram nú á síðari árum að kven-
röddin í skáldskap25 hafi ævinlega verið talin „móðursýkisleg“,
vitstola - tunglsjúk - í einu orði sagt geðbiluð. Þessar nafngiftir
hylji síðan þá einföldu staðreynd að kvenröddin er ekki í takt við
einskorðaða karlaskilgreiningu á því sem er samræmt, skynsamlegt
og andlega heilt.
Þess má spyrja hvort fróðleiksleitandinn hafi leitað svara hjá
karlröddinni, sem hefur verið álitin tala máli andlegs heilbrigðis,
þegar hann bað völuna að birta sér það sem augað hafði ekki séð né
eyrað heyrt og „skynseminni“ var ókunnugt um? Að segja í ljóði
frá eðli og inntaki alheimsins? Svo virðist ekki vera. Samt eru það
ómetanlegar upplýsingar sem fram koma. Það ætti kannski ekki að
koma okkur á óvart að í heimi þar sem handrit þurfa að reiða sig á
kristilegan lærdóm til þess að komast inn í karlaheim prentverks-
ins, hafi þessar upplýsingar, og jafnvel formið sem notað er til að
setja þær fram, verið talin boðlegust þegar þau hafa verið túlkuð
annaðhvort sem úrelt goðafræði eða þegar þeim hefur verið raðað
dálítið upp á nýtt og sett fram sem einskonar dæmisaga um hina
gyðinglegu og kristilegu skipan alheimsins. En vera má að núna,
eftir um það bil þúsund ár, séum við að verða tilbúin aftur til að sjá
eitthvað lífvænlegt og raunhæft í því hvernig völvan rekur sundur
flæktan vef örlaganna — einkum örlaga konunnar og einkum og
sérílagi örlög skapandi kvenna.
Nú þegar Svava Jakobsdóttir hefur steypt yfir sig tuglamöttli
völunnar fornu verður fróðlegt að komast að því hvernig eyru ís-
lenskra lesenda eru stillt árið 1988, hvort hárfínir hljómar þessa
þroskaðasta og frumlegasta verks Svövu muni kalla á andsvör; ef til
vill hvetja konur innblásnar af sýn hennar til að endurheimta hið
gullna ker sköpunarkraftsins, eða að minnsta kosti hvetja alla þjóð-
félagsþegna til að taka til íhugunar þá eyðileggingu sem jafnvægis-
leysið í menningunni hefur valdið og gera sitt besta til að taka á sig
sinn hluta af þeirri ábyrgð að forða því að verstu spádómar völunn-
ar fornu rætist.
í landi þar sem Völuspá var varðveitt og gefin út, þar sem menn
hafa heyrt af miklum atburðum menningarsögu sinnar gegnum orð
og tilfinningar kvenna eins og Guðrúnar og Sigurdrífu, og þar sem
Jakobína Sigurðardóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Álfrún Gunn-
11 — Skírnir