Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 89
SKÍRNIR
BÓK UM BÓK FRÁ BÓK . . .
75
hafið að löngu samstarfi, sem stóð allt til 1972-73, með talsverðum
hléum þó. A þessu tímabili voru 10 bækur Rots prentaðar í Prent-
smiðju Jóns Helgasonar, fyrst við Bergstaðastrætið og síðar uppi í
Síðumúla. Rot fékk Jón Hjálmarsson til að hanna kápu á einaþess-
ara bóka (Das Verhalten des Allgemeinen, 1972 sem er til marks
um traust Rots til hans, því venjulega sá hann um allt útlit bóka
sinna.
Seinna fékk Rot samastað á heimili Jóns og Laufeyjar Karlsdótt-
ur, konu hans, og eftir dauða Jóns árið 1975, hóf hann að gera mál-
verk í minningu hans í prentsmiðjunni Gutenberg við Síðumúla,
þar sem Prentsmiðja Jóns Helgasonar var áður til húsa.
Að bok 2 b lokinni, tók Rot þegar til við að vinna annað bókverk
í Jesúprenti, bok 4 a. I henni víkur rúðustrikun bókverkanna
þriggja á undan fyrir heimatilbúnu kerfi Rots sjálfs. Kjarni þess er
jafnhliða þríhyrningur og í honum eru svört strik, sem ýmist
breikka niður á við eða upp á við. Ur þessum þríhyrningi bjó hann
síðan til eins konar „megaform“, S-laga tíhyrning.
Það sem Rot gerði í þessu tilfelli var að snúa þríhyrningum á
ýmsa vegu í prentun, og yfirprenta með þeim á víxl. Virðist bók-
verkið ganga út á að fá sem flest tilbrigði út úr þessum samskeyttu
þríhyrningum.
Tölfræðilega séð hefði hann getað haldið áfram að bæta við til-
brigðum til eilífðarnóns. Þess í stað stöðvar Rot framvindu bók-
verksins eftir 8o síður. bok 4 a var umfangsmesta bók sem forlag ed
gaf út, 40x28 cm. á stærð. Prentuð eintök voru 100 talsins, númer-
uð og árituð eins og siður var hjá forlaginu.
Þótt Rot væri heimagangur í Jesúprenti, hélt hann góðu sam-
bandi við Rafn Hafnfjörð. Rafn var einmitt meðal fyrstu prent-
smiðjueigenda á Islandi til að taka offsettæknina í þjónustu sína, en
á seinni hluta sjötta áratugarins var sú tækni á góðri leið með að
umbylta öllum prentiðnaði á Vesturlöndum og innleiða „öld fjöl-
földunar“ fyrir alvöru.
Það var einmitt í prentsmiðju Rafns, Litbrá, sem Rot gerði sitt
fyrsta offset bókverk, bok 5, sem forlag ed gaf út árið 1961 í 100
eintaka upplagi.
Bókverkið er 22x28 cm. á stærð og svipar til bok 4 a. Grunn-
formið er aftur strikaður þríhymingur, en í þetta sinn er hann ekki