Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 142
128
JESSE L. BYOCK
SKIRNIR
Vinfengi var sérlega mikilvægt á íslandi að fornu, vegna þess að
í landinu var ekki pólitískt eða félagslegt stigveldi, þar sem réttur
einstaklingsins til liðsinnis væri formlega skilgreindur eða afmark-
aðar skyldur hans um stuðning við aðra. I þessari grein fjalla ég um
vinfengi eins og því er lýst í Vápnfirðinga sögufen hún fjallar um
valdabaráttu tveggja ungra höfðingja, Brodd-Helga og Geitis, og
sýnir vel hvernig rönd er reist við ofríki og pólitískum metnaði
settar skorður. Sagan hefst í Vopnafirði, og síðar koma við sögu
menn um alla Austfirði og í Norðlendingafjórðungi. Þegar deilan
ágerist, snertir hún pólitíska strengi á stóru svæði og æ fleiri bænd-
ur og höfðingjar koma við sögu, fyrir vinfengis sakir. Brodd-Helgi
og Geitir reiða sig báðir á vinfengi, og að lokum liggur líf þeirra við,
að þeir geti aflað sér nýs vinfengis og viðhaldið því sem fyrir er.
I
Meðal ástæðna fyrir því hversu mikilvægt vinfengi var á Islandi var
eðli ættartengsla og skortur á framkvæmdavaldi, sem einstak-
lingurinn gæti leitað til sér til fulltingis. I íslenskum lögum var ekk-
ert því til fyrirstöðu að tengdamenn hefðu nána samvinnu, og mág-
ar unnu oft saman gegn ættinni í lagadeilum og vígaferlum. Þetta
væri mjög óeðlilegt í samfélagi þar sem ættin væri sá grunnur sem
lög og réttur byggðust á, eins og er í ættfeðrasamfélögum.
Lögin í Baugatali, sem varðveitt eru í Grágás,7virðast mjög
gömul, og bera greinilegan svip ættfeðraveldis. I þeim er gengið út
frá samfélagi eins og var í Noregi, sem byggt var upp umhverfis
veldi ættflokka, og þau stangast á við upplýsingar í fornsögum um
hvernig málum var háttað í íslensku samfélagi. Það er ekki að
undra, að eldri hugmyndir um skipan félagslegra, pólitískra og
persónulegra tengsla, svo sem brot úr Baugatali, skuli hafa borist til
Islands á landnámsöld. Þessar hugmyndir voru hafðar til viðmið-
unar í hinu nýja samfélagi, og að vissu marki voru leifar af innflutt-
um hugtökum í gildi alla þjóðveldisöld og lengur. En sú nýja sam-
félagsskipan sem myndaðist á Islandi gat ekki byggst á fornu
norsku ættarveldi, því að einungis fáir af slíkum ættbálkum fluttust
til íslands. Að auki helguðu landnámsmenn sér land í eigin nafni,
en ekki ættar sinnar.