Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 138
124
HANNES JÓNSSON
SKIRNIR
Því má ekki gleyma, að það sem talið verður „fullnægjandi
varnir“ er háð mati eða skilgreiningu viðkomandi ríkis á þeim ógn-
unum, sem að því steðja. Smáríki sem á sér engan óvin og er af eng-
um ógnað kemst af með næsta litlar varnir. Aðild að NATO, fáni
þess að hún í varnarstöðvunum hvern dag, varnarstöðvarnar í við-
bragðsstöðu, og rekstur Islendinga á eftirlits- og viðvörunarkerfi
því, sem bandaríska varnarliðið annast í dag, gerir meira en full-
nægja brýnustu þörf Islendinga fyrir varnir í landinu miðað við
núverandi ástand öryggismála í okkar heimshluta. Breyting varn-
ar- og öryggismála okkar í þessa átt virðist því í senn fullnægja okk-
ar eigin varnar- og öryggisþörfum og taka sanngjarnt tillit til
Bandaríkjamanna og annarra bandamanna okkar í NATO.
Við slíka breytingu kæmi til álita að stofna innanríkisráðuneyti,
sem tæki við yfirstjórn varnarmála af utanríkisráðuneytinu og yfir-
stjórn lögreglumála og landhelgisgæslu af dómsmálaráðuneytinu,
enda yrðu víkingar varnarmálasveitanna undir heraga og nytu sam-
svarandi réttinda á móti auknum skyldum. Það er svo hagræð-
ingaratriði, hvort víkingasveitirnar væru sérdeild í endurskipu-
lagðri landhelgisgæslu eða sjálfstæðar greinar ráðuneytisins.
Samhliða slíkum breytingum héldi Island eðlilega áfram að reka
sína farsælu utanríkisstefnu, m.a. þann meginþátt hennar að eiga
vinsamlega sambúð og samskipti við öll ríki, enda þótt samvinnan
verði eðlilega nánust við Norðurlönd og bandamenn okkar í
NATO.
Lokaorð
Greinilegt er að aðild okkar að NATO er byggð á traustum grunni
langtímasamnings, sem nýtur fylgis yfirgnæfandi meirihluta, eða
um 80% kjósenda.
Vera varnarliðsins í landinu byggist aftur á móti á skammtíma-
samningi og forsendur hans, Kóreustyrjöldin, eru brostnar fyrir 35
árum síðan. Bandaríkjamenn hafa hins vegar allt frá 1943 haft
áhuga á langtímasamningi um herstöðvar á íslandi. Þeir hafa þó
bæði í orði og verki staðfest, að á friðartímum sé fullnægjandi fyrir
öryggishagsmuni okkar, þeirra og bandamanna okkar í NATO, að