Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 104
90
EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON
SKÍRNIR
manna Þriðja ríkisins, vegna þess að um væri að ræða morð í fyllsta
skilningi orðsins. Þetta eru víst engin ný sannindi, og flestir munu
vera þessu alveg sammála. Jafnvel Ronald Reagan Bandaríkjafor-
seti, sem þó virðist á stundum allherskár, hefur sagt að í kjarnorku-
stríði sé ekki hægt að sigra og að slíkt stríð megi ekki heyja. Svipað-
ar yfirlýsingar hafa komið frá leiðtogum Sovétmanna. Lítum að-
eins nánar á hugsanlega beitingu kjarnorkuvopna.
Ef ríki hyggst grípa til kjarnorkuvopna gæti slíkt orðið með
fernum hætti. (1) Að vera fyrri til stórárásar, sem ætlað er að gera
út um andstæðinginn. (2) Að vera fyrri til „taktískrar beitingar"
sem ætluð er sem eins konar viðvörun. (3) Að svara stórárás í sömu
mynt. (4) Að svara minni háttar árás með áþekkri árás. Mér sýnist
að það væri í öllum raunhæfum tilvikum rangt og óhyggilegt að
auki. Athugum þau hvert fyrir sig.
Fyrsta tilvikið, að vera fyrri til stórárásar, teldist einkum álitleg-
ur kostur fyrir þann sem telur líklegt að andstæðingurinn hyggi á
slíkt hið sama. En það væri aldrei hægt að vera nógu viss um að
hann hefði slíkt í hyggju til að minnsta réttlæting væri fyrir því að
vera fyrri til. Að auki ef við teljum einhverjar líkur á að andstæð-
ingur okkar hyggist verða fyrri til, þá kunna viðbrögð okkar í þá átt
að verða fyrri til að auka líkurnar á því að andstæðingurinn reyni í
raun að verða fyrri til vegna þess að hann heldur að við ætlum okk-
ur það og svo framvegis, þangað til annar hvor verður í raun fyrri
til. Því ætti að bregðast við þessum vanda með því að sýna and-
stæðingnum fram á að árás sé ekki á döfinni.
Hugmyndinni um minni háttar árás, hvort heldur að fyrra
bragði eða sem svar, væri réttast að víkja frá sér, vegna þess að væri
slík árás ekki í sjálfri sér siðferðilega óverjandi, þá væri hún alténd
of áhættusöm. Herfræðingar eru nú flestir afhuga hugmyndinni
um takmarkað kjarnorkustríð, og telja að líkurnar á að það verði
stjórnlaust og magnist upp í allsherjarátök séu of miklar til að þetta
sé raunhæfur kostur. Minni háttar kjarnorkuátök fela í sér að þessi
óraunhæfi kostur er tekinn.
En hvað um að svara stórárás? Það er fremur ólíklegt að slíkt
þjónaði nokkru hernaðarmarkmiði, raunar ólíklegt að það þjónaði
nokkru markmiði öðru en því að svala hefndarþorsta sem engan
greinarmun gerði á sekum og saklausum. Því ef viðkomandi aðili