Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 36
30
HUBERT SEELOW
SKÍRNIR
svo hart, að gusurnar gengu upp yfir höfuðið á honum. Meðan hún móðir
hans lifði, sem var mesta rækslukona, hafði hann þó höfuðið hreint; og
hvernig sem hann hrein og æpti, á meðan hún var að hirða um það, ljet hún
það ekkert á sig fá, því að hún vildi heldur verja hann geitum en gráti. En
þegar hún dó, og Sölmundur fór í niðursetu til hans Hallvarðar í Króki,
fjekkst aldrei af honum að kemba sjer eða greiða, þó Hallvarður minnti
hann á það dögum optar. Hárið á honum var þá úfið eins [og] hrafnsstjel
eptir norðankafald, og loksins fjekk hann geitur ofan í brýr. Sölmundur
hafði líka svo stórar neglur - því hann skar þær aldrei nje klippti -, að þær
stóðu fullan þumlung fram af fingurgómunum. Það var þokka-piltur, hitt
þó heldur. Enginn maður vildi sjá hann, og ekkert barn leika sjer við; svo
var hann óþverralegur. Mikill löstur er það á börnum, þegar þau vilja
hvorki lofa öðrum að ræsta sig upp, nje gjöra það sjálf, þegar þau eru
áminnt um það; að minsta kosti hafa þau fyrirgert góðum þokka annara
manna til sín, og optast nær heilsu sjálfra sín um leið. Þar rekur og að fyrir
hverju barni, sem ekki vill lofa að hirða um sig, eða gegnir [ekki] þegar það
er áminnt um hreinlæti, að því reiðir ekki betur af, en Sölmundi þessum.
5) Rxksluleysib
Sölmundur var fallegur karl, ó fyrir framan. Þið hefðuð átt að sjá hann,
börn! Það sást ekki á honum mannsmynd fyrir for og óþverraskap; svo var
hann alla jafna saurugur og óhreinlegur. Það var ekki heldur furða, að svo
væri, því hann hljóp æfinlega í felur, þegar átti að þvo honum. En ef hann
var úti í rigningu, þar sem pollar voru, var æfinlega segin saga til þess, að
hann öslaði yfir þá þvert og endilangt, svo hart, að gusurnar gengu upp yfir
höfuð honum. - A meðan hún móðir hans sæl lifði, sem var mesta rækslu-
kona, hafði Sölmundur þó höfuðið hreint, og hverninn sem hann hrein og
æpti, á meðan hún var að hirða um það, ljet hún það ekkert á sig fá; því að
hún vildi heldur verja hann fyrir geitum en gráti. En þegar hún dó, og Söl-
mundur fór í niðursetu til hans Hallvarðar í Króki, fjekkst aldrei af honum
að kemba sjer, greiða sjer eða þvo, þó Hallvarður minnti hann á það dögum
optar. Hárið á honum var þá úfið eins [og] hrafnsstjel eptir norðankafald,
og loksins fjekk hann grænar geitur ofan í brýr. Sölmundur hafði líka svo
stórar neglur - því að hvorki skar hann þær af sjer nje klippti, - að þær
beygðust fram fyrir fingurgómana. Þið getið nærri, börn góð! eptir þessari
lýsingu, að Sölmundur muni hafa verið þokkapiltur, hitt þó heldur; enginn
vildi heldur sjá, og ekkert barn leika sjer við hann, svo var hann óþverraleg-
ur.
Mikill löstur er það á börnum, þegar þau vilja hvorki lofa öðrum að ræsta
sig upp, nje gjöra það sjálf, þegar þau eru áminnt um það. Að minsta kosti
hafa þau fyrirgert góðum þokka annara manna til sín, og optast nær heilsu
sjálfra sín um leið.