Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 64
58
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
SKÍRNIR
möguleika sem geta orðið bæði bókmenntunum og prentlistinni hin mesta
hjálparhella. Við höfum ekki efni á að varpa þessum möguleikum fyrir
róða, heldur ættum við að nota þá út í æsar til að auðga líf okkar.
(Einar Bragi: Viðtal vib diter rot, Birtingur nr. 2, 1958 ).
Bókverkagerð Rots er rökrétt framlenging á afstöðu hans til bók-
mennta. Hann er alinn upp á germönsku miðstéttarheimili, þar
sem bækur og bókmenntir voru oft til umræðu, auk þess sem þýska
skólakerfið lagði mikla áherslu á bókmenntir, og þá fyrst og fremst
sígildar þýskar bókmenntir.
Engum þeim sem les texta Rots, dagbækur og minnisblöð, dylst
heldur að hann er með afbrigðum vel lesinn, bæði í bókmenntum
og heimspeki.
En Rot komst einnig að því að bókmenntir og heimspeki gátu
verið harðir húsbændur. „Goethe og Schiller... var pumpað í okk-
ur þangað til við vorum alveg að springa", segir hann á einum stað.1
Ritskoðuð verk þýskra heimspekinga eins og Schopenhauers og
Nietzsches voru sömuleiðis notuð til innrætingar óhörðnuðum
þýskum unglingum.
A heimili sínu var Rot einnegin þröngvað til að kynna sér kenn-
ingar ýmissa hugmyndasmiða nasismans, til að mynda svokallaða
erfðafræði Houstons Stewarts Chamberlain.2
Þessi reynsla vakti með Rot andúð á bókinni sem boðbera al-
tækra sanninda og löngun til að laga hana að eigin þörfum. I viðtali
segir hann:
Ég varð svo sár út í þessa kalla að ég hugsaði með mér, ég skal ná mér niðri
á þeim, hefna mín. Og ég held að ég hafi meðvitað gengið til verks með því
hugarfari. Með því að framleiða allar þessar bækur er ég að launa fyrir
mig . .
Margar síðari bóka Rots og bókverka eru afar persónulegar út-
leggingar á þýskum bókmenntaverkum og heimspekikenningum.
Auk þess hefur hann endurgert eða eyðilagt verk eftir þýska höf-
unda sem eru honum ekki að skapi, t. d. Nietzsche, Wittgenstein,
Hermann Broch, Gunther Grass og Heinrich Böll, og úr nokkrum
verkum hinna tveggja síðastnefndu bjó hann til sérstök „bóka-