Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 85
SKIRNIR
BÓK UM BÓK FRÁ BÓK . . .
71
við konkret stefnuna. Þótt konkret myndlistin gengi út á tiltölu-
lega stranga formgerð, skýrt afmarkaða fleti og afdráttarlausar
áherslur, var hún engu að síður háð tilfinningalegum sveiflum
myndlistarmannsins.
Markmið hans var að skapa eigin myndveröld með aldagömlum
aðferðum formfræðinnar, samspili eða togstreitu aðal- og auka-
atriða, það er að segja myndkjarna við miðbik flatar, og annarra
myndrænna þátta á sveimi þar um kring. Myndgerð af þessu tagi er
gjarnan nefnd „híerarkísk", það er, innviðirhennar eru misjafnlega
virkir innan myndheildarinnar.
Þótt Rot hefði snemma snúist á sveif með konkret listinni, var
hann jafnframt gagnrýninn á það sem hann taldi vera undanláts-
semi margra konkret listamanna. I viðtölum kemur fram, að hon-
um þótti þeir ekki nógu harðsnúnir í rökfræðinni og of gjarnir á að
láta tilfinningaleg sjónarmið ráða framvindu myndverka sinna.4
Með hinu nýja, ópersónulega myndkerfi, þar sem allt væri í föst-
um skorðum frá upphafi til enda, taldi Rot sig hafa fundið leið til
að útiloka alla persónulega sveimhygli í myndlistinni.
Rot var raunar ékki einn ufn hituna. Um svipað leyti, eða á árun-
um 1957-58, varð til myndlistarhreyfing í Evrópu sem vildi endur-
nýja konkretismann með allt að því vísindalegum hætti, og gera
myndlistarmanninn að málsmetandi þátttakanda í tæknivæddri
nútímaveröld.
Þessi hreyfing gekk undir nafninu ZERO í þýskumælandi
löndúm, G. R. A. V. í Frakklandi, NUL i Hollandi og Gruppo N
á Italíu, og eitt af því sem sammerkt er þessum hópum, er notkun
þeirra á hinni ópersónulegu, rúðustrikuðu myndbyggingu.5
Rot segist sjálfur ekki hafa haft neinn pata af ZERO hreyfing-
unni fyrr en eftir 1958, erhannhafði lokið við fyrsta bókverk
sitt í riýjum stíl.6 Enda var hann búsettur í Reykjavík nær samfellt
frá 1957 til 1960, að undanskildu tímabilinu janúar-maí 1959, er
hann var í Bandaríkjunum við vinnu og kennslu. Þó kom tímarit
ZERO hópsins, ZERO 1, út í apríl 1958, þannig að ekki er brennt
fyrir að Rot hafi fengið þáð sent áður en hann gerði book.
Allt um það, er vitað að Rot sendi eintak af book til vinar síns,
Daniels Spoerri, á árinu 1958, og hann kom verkinu síðar á fram-