Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 145
SKÍRNIR
VALDATAFL OG VINFENGI
131
um orðstír sinn, settu oft skilyrði fyrir vinfengi sínu. í Njáls sögu
er því nákvæmlega lýst, hvernig Sno~ri goði, einn hyggnasti höfð-
ingi, sem sagt er frá í fornsögum, á að hafa metið þá kosti, sem hann
átti um að velja sem þriðji aðili, vel í sveit settur til að skerast í leik-
inn, þegar yfirvofandi var, að þingheimur berðist á Alþingi. Sækj-
endur málsins gegn banamönnum Njáls og sona hans koma til búð-
ar Snorra í liðsbón. Eftir umræður, þar sem Snorri spáir því, að
málið verði ekki dæmt, heldur komi til vopnaviðskipta, spyr einn
sækjenda, Ásgrímur Elliða-Grímsson, Snorra:
„Þat vil ek vita, hvat þú vill veita oss, ef svá ferr sem þú segir.“ Snorri mælti:
„Gera skal ek þér vináttubragð þat, er yður sæmð skal öll við liggja. En ekki
mun ek til dóma ganga, en ef þér berizt á þingi, þá ráðið ér því at eins á þá,
nema þér séð allir sem öruggastir, því at miklir kappar eru til móts. En ef
þér verðið forviða, þá munuð þér láta slásk hingat til móts við oss, því at ek
mun hafa fylkt liði mínu hér fyrir ok vera við búinn at veita yðr. En ef hinn
veg ferr, at þeir láti fyrir, þá er þat ætlan mín, at þeir muni ætla at renna til
vígis í Almannagjá, en ef þeir komask þangat, þá fáit þér þá aldri sótta. Mun
ek þat á hendr takask at fylkja þar fyrir liði mínu ok verja þeim vígit, en ekki
munu vér eptir ganga, hvárt sem þeir hörfa með ánni norðr eða suðr. Ok
þá er þér hafið vegit í lið þeira svá nökkvi mjök, at mér þykki þér mega
halda upp fébótum, svá at þér haldið goðorðum yðrum ok heraðsvistum,
mun ek þá til hlaupa með menn mína alla ok skilja yðr; skuluð þér þá gera
þetta fyrir mín orð, ef ek geri þetta fyrir yður.“ (139. kafli).
I þessu dæmi úr Njáls sögu tekur Snorri skýrt fram, hvað hann
muni gera fyrir vináttu sakir og hvað ekki, áður en hann skuldbind-
ur sig. Af frásögninni sést, hvernig jafn slunginn höfðingi og Snorri
getur veitt vinum sínum takmarkað liðsinni til að ná fram hefndum
að hluta, og síðan skorist í leikinn með mönnum sínum milli stríð-
andi fylkinga til að stöðva blóðsúthellingar og sætta menn. Aug-
ljóslega er hér um sæmd að tefla.
II
I Vápnfirðingasögu komast þeir Brodd-Helgi og Geitir, sem voru
í byrjun miklir vinir, til valda og metorða aðallega með því að afla
sér vinfengis. Brodd-Helgi sigrar í flestum skærum þeirra í sög-
unni, en tapar samt að lokum. Geitir er dæmigerður fyrir þá ís-
lensku hetju, sem tekst ekki aðeins að koma ofstopafullum keppi-