Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 22
16
HUBERT SEELOW
SKÍRNIR
Varúðarsögur
Enn eina gerð af sögum, sem segja frá því, hversu illa óþekkum og
vondum börnum getur farnazt, kallar Jón Arnason „Sögur um
barnabresti“ eða „Varúðar-sögur“. Allar þessar sögur eru þýddar
eftir erlendum forritum: eftir Bilder aus der Kinderwelt,23 ABC og
Læsebog,24 Hallagers tydske Læsebog og ABC,25 Oltrogge26 og upp
úr tímaritinu Hertha.27
Af samtals fjórtán sögum hefur Jón skilið sjálfur tvær frá, svo að
nákvæmlega ein tylft sagna verður eftir. Af næstum öllum þessum
varúðarsögum eru allnokkrar gerðir í Lbs 584 4to, svo að auðveld-
lega má fylgja því, hvernig úr hinni fyrstu grófþýðingu, sem enn
verkar mjög útlenzkuleg, verður við endurteknar leiðréttingar og
úrvinnslu að lokum alíslenzk saga með íslenzkum persónum, sem
lifa og hrærast í íslenzku umhverfi og nota dæmigerð íslenzk orða-
tiltæki.
Til dæmis um það, hvernig Jón vann á þennan hátt úr útlendum
texta í allnokkrum áföngum, mun ég í IV. kafla þessarar greinar
birta eina slíka sögu, sem í endanlegri gerð hefur heitið „Rækslu-
leysið“.
Sögur um góð börn
Sem andstæðu eða til mótvægis við sögurnar um barnabresti hafði
Jón Árnason hugsað sér flokk með sögum um góð börn. Á minnis-
miða hefur hann þó aðeins nefnt einn texta undir þessari fyrirsögn,
„Litla stúlkan ráðvanda“, úr Kinderwelt.2s En vafalaust á sagan
„Ráðvendi er bezta hyggnin“ samt einnig að heyra til þessa
flokks.29 I báðum sögum er fjallað urn börn, sem lofuð eru fyrir
heiðarleika.
Tvær aðrar sögur, sem báðar bera heitið „Góður sonur“, eru
greinilega þýddar úr þýzku. I annarri segir frá dreng í liðsforingja-
skóla, sem verður fyrir aðkasti vegna nægjusemi sinnar; hann vill
ekki lifa betra lífi en fátæk fjölskylda hans heima. I hinni sögunni
segir frá pilti, sem selur sig hershöfðingja til þess að geta keypt föð-
ur sinn lausan úr skuldafangelsi.