Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 58
52
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
SKÍRNIR
laga þær að nútímalegri upplýsingatækni. Meðan bókmenntamenn
báru sig illa undan þessari sömu tækni, tókst myndlistarmönnum,
raunar öðrum listamönnum líka, að virkja hana í formi bóka. Hér
á ég t. d. við myndbönd, tölvur, og ljósritun (Xerox).
Bókin hefur aukinheldur gengið í eina sæng með málaralist,
höggmyndalist, tónlist, kvikmyndalist, ljósmyndalist, og grafík-
list, án þess að tapa „bókeðli“ sínu.
Arkitektinn góðkunni, Buckminster Fuller, sem í tvígang hefur
gist Island, hefur lagað bókina að sérstæðum hugmyndum sínum
um byggingatækni; þýski fjöllistamaðurinn Joseph Beuys hefur
snúið bókum upp í skúlptúra; tónlistarmaðurinn John Cage hefur
skapað tónverk í orðum og fest á bók; myndbandalistamaðurinn
Dan Graham hefur gert verk, sem gerast að hluta til á myndbandi,
að hluta til á bók; danshöfundurinn Yvonne Rainer kemur hrynj-
andi dansa sinna til skila í formi bókar, og svo framvegis.
Þá er rétt að gera grein fyrir því sem ég hef nefnt „bókeðli".
í fyrsta lagi má segja að bók sé innbundið tímaskeið, þar eð það
tekur lesandann/skoðandann venjulega dágóða stund að fletta
henni frá upphafi til enda. Þegar blaðsíðum er flett, myndast enn-
fremur hrynjandi sem hægt er að virkja, til dæmis með því að hægja
á eða flýta fyrir lestri/skynjun.
I öðru lagi hlýtur bók að höfða til rúmskynjunar þess sem hefur
hana handa á milli, þar eð hver síða er myndrými, þar sem ýmislegt
getur gerst, engu síður en á myndfleti málverks.
I sameiningu gefa þessir eiginleikar bókinni talsvert forskot fram
yfir marga aðra listmiðla. En hún hefur fleira sér til ágætis.
Eins og sérhver bókasafnari veit, höfðar bókin sterklega til
snertiskyns, því hún er augljóslega ætluð til handfjötlunar. A ein-
um stað í bók sinni um myndhöggvarann Henry Moore kallar list-
fræðingurinn Herbert Read skúlptúr „gælulist“ (art of palpation),
þar sem hann telur skoðandann njóta myndverkanna best með því
að fara um þau höndum. Samkvæmt skilgreiningu Reads mætti
hiklaust fella vandaða bókagerð undir slíka „gælulist“.
Umfang bókar, þyngd hennar, áferð á bandi og pappír, allt hefur
þetta áhrif á það hvernig við lesum hana og meðhöndlum, engu síð-
ur en innihaldið. Því er hægðarleikur fyrir bókbindara eða mynd-
listarmann að stýra samskiptum okkar við bækur.