Skírnir - 01.04.1988, Síða 102
88
EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON
SKÍRNIR
„raunsæismönnum“, sem halda því fram að í fyrsta lagi hafi allar
reglur um hernað alltaf verið þverbrotnar, og að í öðru lagi að hvað
svo sem segja megi um fyrri alda hernað þá sé kenningin alténd úr-
elt á okkar öld, vegna þess að nútímavopn og nútímasamfélag leyfi
ekki skýran greinarmun á hermönnum og borgurum, tækjum til
hernaðar og öðrum tækjum. Þessi gagnrýni virðist vanhugsuð. Þó
að menn hafi oft gert ýmislegt rangt, verður það ekki þar með sjálf-
sagt og eðlilegt: menn hafa til dæmis löngum logið, svikið og
stolið; ekkert af þessu verður réttlætanlegra fyrir vikið. Og nú sem
fyrr er umtalsverður hluti íbúa hvers samfélags sem á í styrjöld
bundinn við störf sem unnin eru jafnt á friðartímum sem stríðstím-
um, og allmargir, svo sem börn og gamalmenni, taka engan beinan
þátt í atvinnulífinu. Því eru á okkar dögum sem áður margir þegnar
hvers þjóðfélags sem koma hvergi nærri styrjaldarrekstrinum -
nema þá sem fórnarlömb. Greinarmunurinn á hermönnum og
borgurum er því eins ljós og hann hefur alltaf verið, sem þó þýðir
ekki að vandalaust sé að draga mörkin í hverju tilviki. Hins vegar
er það rétt að ef beita á vopnum á borð við kjarnorkusprengjur, þá
er örðugt, jafnvel ókleift, að virða greinarmuninn á því sem að
hernaði lýtur og öðru. En það væri áreiðanlega rangt að draga af
þessu þá ályktun að fyrst virðing fyrir þessum greinarmun meini
mönnum að nota vopnin, þá sé best að varpa honum, fremur en
vopnunum, fyrir róða.
Sumir vilja hafna hugmyndinni um réttlátt stríð alfarið og segja
að allt stríð sé ranglátt og siðlaust. Aðrir hafna greinarmuninum á
rétti til stríðs og rétti í stríði, og segja eitthvað á þá leið að hafi mað-
ur réttinn til að fara í stríð, þá séu engar hömlur á því hvað megi
gera til að sigra í því. F.g er ósammála báðum þessum sjónarmiðum.
Víkjum fyrst að því fyrra, sem er kallað friðarstefna (pacifism).
hnðarstelna ems og eg skil það hugtak er ekki su skoðun að alit
ofbeldi sé af hinu illa. Þá skoðun aðhyllast allir siðferðilega hugs-
andi menn með vissum fyrirvörum. Friðarsinni í markverðum
skilningi orðsins telur að það sé siðferðilega rangt að nota ofbeldi
jafnvel í því skyni að veita viðnám gegn ofbeldi, refsa fyrir það eða
koma í veg fyrir það. Þetta sýnist mér einfaldlegá rangt. Hvað gæti
verið rangt við að beita ofbeldi til að varna því að maður sjálfur og
aðrii séu beittir ofbeldi? Friðarsinnar segja gjarnan eitthvað í þá