Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 155
SKÍRNIR
GUNNLAÐARSAGA
141
vera sérstaklega eftirtektarverð. Kynslóðir íslendinga hafa lesið og
heyrt um stórbrotna atburði í sögu germanskra þjóða, menningar-
legra forfeðra sinna, eins og þeir birtast í þeim Eddukvæðum,
Guðrúnarkvidu, Guðrúnarhvöt og Sigurdrífumálum, sem lögð
eru konum í munn. Þeir hafa einnig gert sér ljóst að margt af því
sem við vitum nú um forna heimsmynd norrænna manna og ger-
manskra er sótt í sýnir völunnar í Völuspá. A Islandi hafa því tónar
kvenraddarinnar hljómað skýrt í bókmenntavitund þjóðarinnar,
þó að fátt hafi verið um þá rætt.
En nú þegar þeir sem fjalla um heimsmyndina árið 1988 hvetja
okkur beinlínis til að meta gildi og eigindir kvenlegra tóna í menn-
ingu Vesturlanda almennt, þá erum við kannski öll, hvort sem við
erum íslensk eða ekki, búin að setja okkur í þær stellingar að við
hlustum á þá með þeim hætti sem við höfðum vanið okkur af fyrir
löngu, enda þótt röddin sjálf hafi ætíð heyrst. Það er nefnilega ekki
jafn einfalt mál að hlusta af nákvæmni og næmi og virðast kann við
fyrstu sýn.
Kvennabókmenntarannsóknir hafa opnað nýtt svið innan bók-
menntafræðinnar5 og kvengagnrýnendur hafa með kenningum
sínum farið fram á að við drögum í efa ýmislegt sem hingað til hefur
verið slegið föstu, ekki aðeins um þann raddblæ sem við heyrum í
ljóði og sögu heldur einnig þau orð sem við höfum vanist að nota
til að skilgreina þessar raddir, lýsa þeim og meta þær - og þar með
meðtaka þær og skilja. Við erum spurð grundvallarspurningar:
hvað eigum við nákvæmlega við þegar við tölum um „kvenrödd",
„návist kvenna“ eða „kvenlegan hljóm“ í ljóði og sögu?
Ef við tökum Völuspá sem dæmi virðist svo sem einfalt að koma
með svar við svona grundvallarspurningu: „Form kvæðisins er það
að kona svarar spurningum um eðli alheimsins og sögu hans í fortíð
og framtíð. Röddin sem miðlar upplýsingunum, rödd þeirrar einu
veru sem spyrjandinn - samkvæmt hefðbundnum skilningi guðinn
Oðinn - virðist telja að búi yfir nægilegri þekkingu, er því rödd
konu. Þetta er það sem við er átt þegar sagt er að í þessu bók-
menntaverki hljómi rödd konu.“
Ef hinir ýmsu straumar kvenbókmenntakenninga6 — þau fræði
eru ennþá tiltölulega ung og hafa lítt verið þjálfuð við umræðu um
bókmenntir - ættu að bregðast við þessu svari yrði líklega farið