Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1988, Page 155

Skírnir - 01.04.1988, Page 155
SKÍRNIR GUNNLAÐARSAGA 141 vera sérstaklega eftirtektarverð. Kynslóðir íslendinga hafa lesið og heyrt um stórbrotna atburði í sögu germanskra þjóða, menningar- legra forfeðra sinna, eins og þeir birtast í þeim Eddukvæðum, Guðrúnarkvidu, Guðrúnarhvöt og Sigurdrífumálum, sem lögð eru konum í munn. Þeir hafa einnig gert sér ljóst að margt af því sem við vitum nú um forna heimsmynd norrænna manna og ger- manskra er sótt í sýnir völunnar í Völuspá. A Islandi hafa því tónar kvenraddarinnar hljómað skýrt í bókmenntavitund þjóðarinnar, þó að fátt hafi verið um þá rætt. En nú þegar þeir sem fjalla um heimsmyndina árið 1988 hvetja okkur beinlínis til að meta gildi og eigindir kvenlegra tóna í menn- ingu Vesturlanda almennt, þá erum við kannski öll, hvort sem við erum íslensk eða ekki, búin að setja okkur í þær stellingar að við hlustum á þá með þeim hætti sem við höfðum vanið okkur af fyrir löngu, enda þótt röddin sjálf hafi ætíð heyrst. Það er nefnilega ekki jafn einfalt mál að hlusta af nákvæmni og næmi og virðast kann við fyrstu sýn. Kvennabókmenntarannsóknir hafa opnað nýtt svið innan bók- menntafræðinnar5 og kvengagnrýnendur hafa með kenningum sínum farið fram á að við drögum í efa ýmislegt sem hingað til hefur verið slegið föstu, ekki aðeins um þann raddblæ sem við heyrum í ljóði og sögu heldur einnig þau orð sem við höfum vanist að nota til að skilgreina þessar raddir, lýsa þeim og meta þær - og þar með meðtaka þær og skilja. Við erum spurð grundvallarspurningar: hvað eigum við nákvæmlega við þegar við tölum um „kvenrödd", „návist kvenna“ eða „kvenlegan hljóm“ í ljóði og sögu? Ef við tökum Völuspá sem dæmi virðist svo sem einfalt að koma með svar við svona grundvallarspurningu: „Form kvæðisins er það að kona svarar spurningum um eðli alheimsins og sögu hans í fortíð og framtíð. Röddin sem miðlar upplýsingunum, rödd þeirrar einu veru sem spyrjandinn - samkvæmt hefðbundnum skilningi guðinn Oðinn - virðist telja að búi yfir nægilegri þekkingu, er því rödd konu. Þetta er það sem við er átt þegar sagt er að í þessu bók- menntaverki hljómi rödd konu.“ Ef hinir ýmsu straumar kvenbókmenntakenninga6 — þau fræði eru ennþá tiltölulega ung og hafa lítt verið þjálfuð við umræðu um bókmenntir - ættu að bregðast við þessu svari yrði líklega farið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.