Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 123
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÖRYGGISSTEFNA
109
hlutinn fjallaði sérstaklega um tvíhliða samskipti Sovétríkjanna og
viðkomandi móttökuríkis.12
Bulganin forsætisráðherra fylgdi þessu bréfi eftir með því að
skrifa Hermanni Jónassyni viðbótarbréf 8. janúar 1958. Kaus
Hermann Jónasson að svara báðum bréfunum í einu bréfi, sem
dagsett var 1. febrúar 1958.
I svari sínu segir Hermann Jónasson, að hann þakki Sovétríkjun-
um fyrir að bjóðast til að ábyrgjast öryggi Islands á grundvelli ör-
yggisstefnu um hlutleysi, sem Sovétríkin ábyrgjast. Hann bendir
síðan á að reynslan hafi kennt íslendingum, að öryggi íslands verði
best tryggt með þátttöku í Atlantshafsbandalaginu og að Atlants-
hafsbandalagið sé besta tryggingin fyrir því, að friður haldist svo
lcngi sem ekki sé samkomulag milli stórveldanna um betri sam-
skipti og verulega afvopnum.13
Þessi tilraun Sovétmanna til þess að sannfæra íslenska ráðamenn
um að besti valkostur íslendinga í öryggismálum væri sá, að snúa
aftur til hlutleysisstefnu, nú í formi hlutleysis sem önnur ríki
ábyrgðust, varð árangurslaus. Yfirgnæfandi meirihluti þings og
þjóðar var að baki svarorðsendingu Hermanns Jónassonar, sem
hafnaði algjörlega tillögu Sovétríkjanna um stefnubreytingu í ör-
yggismálum, um að hverfa frá samvinnu við vestrænu lýðræðisrík-
in að afbrigði af hinni úreltu hlutleysisstefnu, sem í raun og veru
var lögð á hilluna 1941. Það mun líka óhætt að fullyrða, að í raun
hafi aldrei verið nein hætta á, að íslendingar gæfust upp á að fylgja
öryggis- og varnarstefnu sinni um samvinnu við vestræn lýðræðis-
ríki allt frá því að sú stefna var tekin upp 1941, staðfest og útfærð
frekar 1946, 1949 og 1951 og varin í milliríkjaorðsendingu íslands
til Sovétríkjanna 1. febrúar 1958.
II
Fylgi við öryggis- og varnarstefnuna
Mér virðist enginn vafi á því, að sá þáttur íslenskrar utanríkis-
stefnu, sem hér hefur verið rakinn, sé og hafi verið í fullu samræmi
við vilja yfirgnæfandi meirihluta þings og þjóðar. Aðeins einn
flokkur, Alþýðubandalagið eða skipulegir fyrirrennarar hans, hef-