Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 206

Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 206
192 SVAVA JAKOBSDÓTTIR SKIRNIR í bókarlok fáum við að vita að konan hefur stöðvað pendúl klukkunnar um leið og hún fór út úr húsi. Tímanleiki og ómæli eitt og hið sama. Vegna alls þessa er brekkan ekki brekka bernskunnar, aðeins endur- minning um brekkuna þar sem gulmaðran, bernskujurtin, er orðin að ódá- insjurt og síðasta faðmlagið er faðmlag dauðans, algleymskan. En á þessari vegferð í fylgd dauðans er hann samt alla tíð að vinna verk sitt. Einhver hluti vitundar okkar deyr og lifir aðeins í endurminningunni. Ella var sögupersónan kölluð í bernsku heima í þorpinu en umskiptin þegar hún var tekin í fóstur voru svo alger að jafnvel nafnið breyttist. Bogga var hún kölluð á kaupmannsheimilinu. Meðan hún man bernskuna og býr yfir upprunalegum tilfinningum tengdum Ellu, meðan hún getur elskað og endurgoldið ást er Ella lifandi þó að hún sé kölluð Bogga. Ella er endurvak- in um skeið í ástarsambandi þeirra Knúts ... en einhvern tíma á lífsleiðinni dó Ella á undan Boggu. I brekku dauðans hugsar Bogga: Eftir regnskúr angar gulmaðran, ilmur hennar sterkur, vekur upp minningu og um mig fer hrollkennd sæla eins og þegar ég lá í brekk- unni ofan við húsið í plássinu heima, sem að sumrinu varð skínandi gul, nánast bleik og barnshöndin seildist í hrútaber. Hvað varð af stelpunni Ellu? Dó hún innan í mér eins og margt annað? Ekki veit ég hvenær það gerðist. A þilfari skips og pabbi búinn að kveðja og stóð veifandi á bryggju? Þegar ég hljóp út úr húsi á vit óvissunnar og á eftir mér skall hurð? Dó kannski ekki fyrr en Knútur fór? (bls. 235) Hér fylgjast því að, nútíminn og sá eini veruleiki sem eftir er, liðin ævi aðeins endurminning og óraunveruleiki nema í þessum punkti og vitund konunnar sem hefur horfst í augu við þessi endanlegu sannindi og gengist undir skilyrði þeirra er loks heil og ein: hér getur hún tjáð sig beint, sem ég. En ekki er æviferill konunnar eintómt form. Síðustu nótt hennar í húsinu segir hún: . . . hugurinn reikaði. Ekki svo sem til neins að hugsa um fortíðina, og þó vill maður skilja. Þetta óskiljanlega. (bls. 246) Með skilningi leitast hún við að gæða líf sitt merkingu eða að minnsta kosti skilja sjálfa sig. Orlagavaldurinn í lífi hennar er Daníel. Fyrstur allra er hann kynntur til sögunnar og um hann snúast hugsanir hennar í lokin. Hann hrindir sjálfsleitinni af stað og honum tengd er persónuþróun „kon- unnar í þokunni“. Með Daníel hefði ef til vill mátt gæða nýja tilveru lífi. Hann tekur á móti henni á bryggjunni og leiðir hana inn í veröld sem er nokkurs konar smá- heimur: um hólmann í tjörninni hringar sig ormur, ævafornt lífstáknið, við tjörnina er húsið með hæð, kjallara og risi en handan hússins, fyrir ofan brekkuna, er kirkjugarðurinn. I loftinu dreki . . . en í stað þess að ímynd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.