Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 212
198
EYSTEINN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
eignarrétti yfir Báru. Gengur hann jafnvel svo langt að játa á sig sauða-
þjófnað, í þeim tilgangi einum, að séð verður, að gera hana meðseka sér og
draga hana með sér niður í svað þjófnaðarins.
Hinum langdregnu málaferlum út af þessu er lýst náið í sögunni, og
kannski óþarflega náið að því er virðast má við fyrstu sýn. En þessa mála-
rekstrarlýsingu má þó réttlæta með því að hún sé óhjákvæmilegur þáttur í
umræðu sögunnar um eignarréttinn. Málarekstrinum lýkur svo með sýknu
allra sem hlut eiga að máli, en eftir stendur sjálfstæðiskennd Báru, sem
veldur því þarna að hún berst eins og ljón og sparar engin meðul til þess að
hindra Þórð í að ná valdi yfir sér.
Samskipti Báru og Gídíons eru aftur á móti ekki síður fróðleg til skoðun-
ar. Þar er ekki annað að sjá en að loks sé að því komið að Bára sé farin að
gera kröfu til þess að ná sjálf eignarrétti í eigin hendur, og þar snýst málið
um eignarrétt hennar sjálfrar yfir listmálaranum. Þrátt fyrir frummennsku
sína og sjálfstæða afstöðu til veraldlegra hluta reynist hún ekki sjálfri sér
fyllilega samkvæm þegar að ástinni til listmálarans kemur. I ljós kemur
undir bókarlok að hann er byrjaður að verða henni afhuga, sem stafar af því
að hann er farinn að fórna list sinni eigin lífi í þeim mæli að þar er hvorki
rúm lengur fyrir konur né ást, utan þær konur sem leggja líf sitt flatt fyrir
fætur ástmanns síns og fórna sér fyrir hann.
Að því er Báru varðar þá er hún síður en svo reiðubúin til að fórna sér á
þann hátt að hún leggist flöt fyrir fætur ástmannsins og afmái jafnvel eigin
persónuleika sinn í þágu hans og listar hans. I því efni reynist hún ekki
sjálfri sér samkvæm þegar að þessum punkti kemur. Ef hún hefði lifað eftir
fyrri skoðunum sínum um afneitun eignarréttarins þá hefði hún einfaldlega
yppt öxlum og látið Gídíon sigla sinn sjó. En það tekst henni ekki. Og þess
vegna verður „slysið" úti á Vatninu. A sama hátt og móðir hennar áður
reynist Bára ekki nægilega sterk til að afneita eigin eignarrétti þegar tilfinn-
ingaböndin eru annars vegar. Þarna er því skilið á milli hins tilfinningalega
eignarréttar og hins veraldlega. Og þessi veikleiki veldur því trúlega, sem
hér var getið í upphafi, að Bára má virðast í veikara lagi ef tekið er mið af
þeim hópi sterkra persóna sem áberandi eru í fyrri skáldsögum Guðmund-
ar og sem hún er þrátt fyrir allt ein af.
Og raunar heldur höfundur hér enn áfram þessari umræðu sinni um
eignarréttinn í lok bókarinnar þar sem gróðasjónarmið í þjóðféiaginu eru
farin að valda því að náttúruna, vatnið og jafnvel sjálft andrúmsloftið á að
fara að markaðssetja, líkt og hverja aðra söluvöru. Þar vaknar óhjákvæmi-
lega upp sú spurning hvort einstaklingum eigi að haldast það uppi, enn á ný
í krafti eignarréttarins, að gera náttúruauðlindir landsins að verslunarvöru.
Eða eiga þær að vera sameign þjóðarinnar og aðgangur hennar að þeim
frjáls til að njóta þeirra? Um það er spurt í bókarlok, og er raunar rökrétt
niðurstaða þeirrar umræðu sem á sér stað innan spjalda þessarar bókar.
Guðmundur Daníelsson á sér orðið langan og fjölbreytilegan rithöf-
undarferil að baki. Þar hefur hann komið víða við og raunar unnið nokkuð