Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 61
SKÍRNIR
BÓK UM BÓK FRÁ BÓK . . .
55
Rot og konkret listin
„Allt hér í heimi endar að lokum í bókum“.
(Stephane Mallarmé)
Aður en lengra er haldið er rétt að gera stuttlega grein fyrir upp-
runa Rots og þeim menningarstraumum sem framan af mótuðu
viðhorf hans til listsköpunar.
Eins og annar þekktur uppreisnarmaður í mynd- og ljóðlist,
Kurt Schwitters, var Rot fæddur í Hannover í Þýskalandi, árið
1930. I kjölfar loftárása Bandamanna á Hannover sendu foreldrar
Rots hann til hins hlutlausa Sviss árið 1943, en faðir hans var sviss-
neskur.
Þá voru engir listaskólar í Sviss, svo iisthneigð ungmenni voru
oftast nær tilneydd að læra einhvers konar grafíska hönnun. Rot
gerðist árið 1947 lærlingur í því fagi á teiknistofu Friedrich Wút-
rich í Bern, þar sem hann vann óslitið til 1951.
Jafnframt lærði Rot af sjálfum sér undirstöðu málaralistar og
sótti námskeið í dúkristu, tréristu og steinþrykki, m. a. hjá Eugen
Jordi, þekktum grafíklistamanni. Fyrstu myndverk Rots, grafík og
teikningar, sýna umtalsverðan þroska og ekki síst hæfileika til
eftiröpunar. Svo til samtímis, og af miklu öryggi, teiknaði hann
myndir í anda Klees, Picassos og annarra nútímalistamanna.1
En þrátt fyrir ýmsa útúrdúra er megnið af myndlist, hönnun,
textagerð og bókagerð Rots laustengt hinni alþjóðlegu konkret
stefnu í myndlist og bókmenntum. I stuttu máli má segja að kon-
kret listin eigi rætur að rekja í þrjár áttir, til hinnar niðurlensku De
Stijl hreyfingar, Bauhaus skólans í Þýskalandi og rússneska kon-
strúktífismans. Gengi konkret stefnu var sennilega mest á fjórða
tug aldarinnar.
Einn helsti hugmyndafræðingur konkret myndlistar, Theo van
Doesburg, skilgreindi hana með eftirfarandi hætti í stefnuskrá frá
1930:
Hún kallar á afstrakt myndgerð, þar sem innviðir draga ekki dám af nátt-
úrulegum fyrirbærum, þjóna hvorki ljóðrænum né táknrænum markmið-
um. Þvert á móti eiga þessir innviðir að vera einfaldir, mjög nákvæmlega
útfærðir tæknilega, og hafa sterka sjónræna skírskotun, sem gerir þá algjör-
lega sjálfstæða.2