Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 62
56
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
SKÍRNIR
Konkret myndlist og hugmyndafræði náði skjótri útbreiðslu
meðal svissneskra listamanna seint á fjórða áratugnum og var ríkj-
andi í svissneskri myndlist og hönnun á þeim fimmta.3 Þar í landi
komu einnig fram nokkrir atkvæðamestu listamenn stefnunnar á
alþjóðlegan mælikvarða, myndlistarmenn eins og Richard Paul
Lohse, Camille Graeser og Max Bill, ljóðskáld eins og Eugen
Gomringer, auk listamanna sem samræmdu að vissu marki sjón-
armið dadaista, fútúrista og konkretista, t. d. Wiener- hópurinn
svonefndi.
I ljósi þeirra víðtæku áhrifa sem konkret listamenn höfðu á
svissneskt listalíf langt fram á sjötta áratuginn, var ekki óeðlilegt
þótt Rot hneigðist til konkretisma við upphaf ferils síns.
En þar með er ekki öll sagan sögð. Sjálfur hefur Rot látið hafa
eftir sér, að konkret listin hafi aldrei verið honum endanlegt
markmið, eða eftirsóknarverður valkostur í sjálfu sér, heldur hafi
hann litið á hana sem eitt af mörgum herbrögðum á vígvelli listar-
innar.
Aðspurður um fyrstu kynni sín af konkret listinni svaraði Rot:
Ég kynntist nokkrum málurum í Ztirich, sem mér fannst mikið til koma
. . . en ég var líka smeykur við þá, smeykur við að gera ekki svipaða hluti
og þeir voru að gera . . . samt held ég að ég hafi verið miklu nákvæmari en
þeir, með því að beita spaða í stað pensla, með útreikningum. Ætli ég hafi
ekki verið að nota nákvæmnina til að ergja þá, andæfa þeim ... 4
Viðbrögð Rots við konkret listinni virðast hér ekki ráðast alfarið
af „listrænni nauðsyn“, heldur einnig af kenndum sem listamenn
játa sjaldnast upp á sig: afbrýði, kænsku og metingi. En engin á-
stæða er til að véfengja þessa skýringu Rots, svo mjög sem hún er í
samræmi við orð hans og gerðir alla tíð.
Eftir því sem ég kemst næst, hefur Rot engan áhuga á að búa sér
til sérstakan „stíl“, eða finna sér afmarkaðan „listrænan“ tjáningar-
máta. Það sem okkur er tamt að kalla „listsköpun" og hefja á stall,
er í augum Rots ofur eðlileg úrvinnsla einstaklings á því sem gerist
í kringum hann og innra með honum.
„Mein Auge ist ein Mund“ (auga mitt er munnur), skrifar hann
oftar en einu sinni. Maðurinn neytir fæðu sinnar með munninum,
hún nærir hann og styrkir, en úrganginum skilar hann af sér. Mað-