Skírnir - 01.04.1988, Blaðsíða 127
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÖRYGGISSTEFNA
113
anna sem önnuðust friðargæslu á grundvelli alþjóðalaga. Því miður
bendir þó margt til þess, að slíkt ástand sé enn fjarri raunveru-
leikanum og áfram verði þörf fyrir varnarbandalag vestrænna ríkja.
Greinilegt er, að aðildin að Atlantshafsbandalaginu og vera
bandaríska varnarliðsins á Islandi eru tvö sjálfstæð og aðskilin mál,
sem byggjast á aðskildum og sjálfstæðum forsendum. Um aðildina
gildir langtímasamningur, sem var óuppsegjanlegur fyrstu 20 árin,
en varnarsamningurinn er skammtímasamningur uppsegjanlegur
með 18 mánaða fyrirvara, (þ. e. 6 mánaða endurskoðun í samráði
við Atlantshafsbandalagið og að því loknu 12 mánaða uppsögn).
Forsenda hans er sú, að Bandaríkjamenn óskuðu eftir að senda
varnarlið til Islands árið 1951 vegna hins ótrygga ástands, sem
skapast hafði vegna Kóreustyrjaldarinnar, en hún hófst í júní 1950.
Þegar Kóreustríðinu lauk í júlí 1953 var þessi sama forsenda fyrir
veru varnarliðsins á Islandi ekki lengur gild. Rökrétt hefði þá verið
að fella varnarsamninginn úr gildi eða gera annan á öðrum forsend-
um, ef þörf hefði verið talin á því. Ljóst dæmi um eðlismun aðildar-
innar að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningsins er aðild ís-
lands að Atlantshafsbandalaginu á árunum 1949-1951, þegar eng-
inn varnarsamningur var til og ekkert bandarískt varnarlið var á Is-
landi.
Þótt forsendur fyrir fyrra málinu, aðildinni að NATO, séu enn
í fullu gildi, er upphaflega forsendan fyrir veru varnarliðsins á Is-
landi löngu ógild, 35 árum eftir að Kóreustyrjöldinni lauk.
Vera má að til séu gildar forsendur fyrir veru Bandaríkjahers á
Islandi. Málið verðskuldar því nýja heildarskoðun auk athugunar
á einstökum viðkvæmum þáttum sem það snertir. I því sambandi
vaknar eðlilega spurningin um það, hvort önnur og breytt skipan
varnar- og öryggismála frá því sem nú er, gæti tryggt íslendingum
sama eða meira öryggi með minni umsvifum annarra en Islendinga
sjálfra?
Hervarnir og „diplómatí“
Ein af grundvallarskyldum stjórnvalda sjálfstæðs og fullvalda ríkis
er að tryggja öryggi borgaranna og reglu, fyrirbyggja lögbrot og
innanlandsóeirðir. Að þessu markmiði starfa löggæslumenn og
dómsvald.
8 — Skírnir